Samstarf við grunn- og framhaldskóla
Háskólinn í Reykjavík á í viðamiklu fræðslusamstarfi við grunn- og framhaldsskóla landsins. Háskólinn stendur fyrir ýmis konar viðburðum og kynningum með það fyrir augum að kynna nemendum á yngri skólastigum fjölbreytta möguleika háskólanáms, sérstaklega í tæknigreinum.
HR býður oft ungum nemendum að taka þátt í spennandi verkefnum undir leiðsögn háskólakennara, sem gefa góða innsýn í heim háskólans og framtíðarviðfangsefni. Þá heimsækja öll stúdentsefni framhalds- og menntaskólanna Háskólann í Reykjavík og fá lifandi kynningu á námsframboði háskólans.
HR skipuleggur meðal annars Stelpur og tækni og Hringekjuna fyrir grunnskólanemendur og Forritunarkeppni framhaldsskólanna, Boxið og Björgum jörðinni - Alþjóðleg hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í framhaldsskólum.