Fyrir grunnskóla

Fræðslustarf

Á ári hverju tekur HR þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum til þess að fræða nemendur á grunnskólastigi um háskólasamfélagið og efla áhuga þeirra á háskólanámi.

HR hefur sérstaklega lagt áherslu á verkefni þar sem frumkvöðlaandi og sköpunarkraftur nemenda ræður ríkjum og verkefni sem efla áhuga og þekkingu á tækni- og raungreinum.

Má sem dæmi nefna Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og Stelpur og tækni. Þá stendur HR árlega að Hringekjunni þar sem nemendur á efsta stigi grunnskóla fá að taka þátt í stuttum námskeiðum undir handleiðslu kennara. 

Kynntu þér málið

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér samstarfsmöguleikana fyrir grunnskólann þinn eða bekk hafið þá endilega samband við:

Katrín Rut Bessadóttir,  katrinrb@ru.is


Var efnið hjálplegt? Nei