Stelpur og tækni

Kynnast tækni á lifandi og skemmtilegan hátt

Háskólinn í Reykjavík hvetur konur til náms í tæknigreinum, og liður í því er verkefnið Stelpur og tækni, þar sem stelpum úr 9. bekkjum grunnskóla er boðið í háskólann og tæknifyrirtæki. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn. 

Að verkefninu stendur Háskólinn í Reykjavík ásamt Ský og Samtökum iðnaðarins.

Stelpur og tækni

Alþjóðlegt verkefni

„Girls in ICT Day“ er haldinn víða um Evrópu í apríl á hverju ári og er styrktur af ITU (International Telecommunication Union) og Evrópusambandinu í tengslum við Digital Agenda-áætlunina. HR hefur haldið utan um daginn hér á landi frá upphafi.

Vinnusmiðjur í HR

Vinnusmiðjur eru haldnar í HR í umsjá /sys/tra, félags kvenna í tölvunarfræði við HR og kennara tölvunarfræðideildar og tækni- og verkfræðideildar. Viðfangsefnin eru af ólíkum toga, til dæmis kynnast þær forritun og gerð vefsíðu með tungumálum vefhönnunar, HTML og CSS, uppbyggingu tölvuleikja, þrívíddarprentun líffæra og brotaþoli beina. 


Heimsókn í tæknifyrirtæki

Eftir að vinnustofunum lýkur eru tæknifyrirtæki heimsótt þar sem gefin er innsýn í starfsemina og þau tækifæri sem stelpum bjóðast á vinnumarkaði að loknu tækninámi. Konur sem starfa hjá fyrirtækjunum deila reynslu sinni.

Þátttaka fyrirtækja

Ef fyrirtæki þitt hefur áhuga á að taka þátt í Stelpur og tækni deginum, vinsamlega hafðu samband við Margréti H. Þóroddsdóttur, fulltrúa atvinnulífstengsla HR: margretth@ru.is


Var efnið hjálplegt? Nei