Samstarf við nemendur

Yfir 3500 nemendur afla sér þekkingar á sviði tækni, viðskipta og laga við HR á hverju ári. Þessir nemendur hafa ferska sýn og brennandi áhuga á að nýta þekkingu sína og vinna að raunhæfum verkefnum.

Algengasta leiðin til samstarfs við nemendur er í gegnum starfsnám og nemendaverkefni. Þannig njóta fyrirtæki og stofnanir góðs af nýjustu þekkingu og rannsóknum sem stuðlar að nýsköpun og verðmætasköpun. Nemendur öðlast dýrmæta reynslu sem nýtist þeim á vinnumarkaðnum að loknu námi.

Fyrirtæki sem vilja nýta sér þekkingu útskrifaðra nemenda geta haft samband við fulltrúa atvinnulífstengsla HR, Katrín Sif Oddgeirsdóttir: katrinso@ru.is.


Var efnið hjálplegt? Nei