HigherEd

Alþjóðleg starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargátt

Háskólinn í Reykjavík er þátttakandi í EFMD-samstarfsnetinu og getur því boðið nemendum sínum aðgang að HigherEd-gáttinni. HigherEd er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. 

Íslenskir nemendur sem vilja öðlast reynslu á alþjóðlegum vettvangi geta notað HigherEd og eins erlendir nemendur sem eru að leita að störfum í sínu heimalandi. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

Umsækjendur um störf hjá fyrirtækjum geta þurft að fara í viðtöl og ljúka mati og prófum. Það er því kostur að geta séð sjálfan sig með augum vinnuveitandans. Flest stærri fyrirtæki nýta sér mat á netinu þegar ráðnir eru nýir starfsmenn. Tekið er tillit til þessa í HigherEd þar sem hver og einn fær skýrslu sem er 17 síður að lengd og er byggð á niðurstöðu prófs. Þessi skýrsla er til persónulegra nota og henni er ekki deilt með háskólum eða fyrirtækjum. Með skýrslunni sér notandinn styrkleika sína og veikleika. 

Til að komast inn í gáttina þarf að virkja aðgang og skrá sig inn með lykilorði.

https://ru.higheredtalent.org