Um starfsnám

Dýrmæt þjálfun

Starfsnám á vegum Háskólans í Reykjavík er mjög mikilvægur hluti af náminu. Allar deildir háskólans bjóða upp á starfsnám, ýmist í grunnnámi eða meistaranámi eða á báðum stigum. Í starfsnámi fá nemendur dýrmæta þjálfun í að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg viðfangsefni í atvinnulífinu, undir leiðsögn færustu sérfræðinga.

HR er í samstarfi við fjölda íslenskra og erlendra fyrirtækja og stofnana til þess að tryggja að námið sé í takt við þarfir atvinnulífs og samfélags hverju sinni og til að undirbúa nemendur sem best fyrir þátttöku í atvinnulífinu og gera þá eftirsóknarverðari starfskrafta þegar þeir útskrifast.

Til þess að ná því markmiði vinna nemendur raunhæf verkefni í samstarfi við fyrirtæki, fara í starfsnám á vinnustaði og fá kennslu frá sérfræðingum úr atvinnulífinu. Kannanir sem HR gerir á meðal útskriftarnemenda sinna sýna að þessi nálgun háskólans skilar sér, en 80-90% útskriftarnema Háskólans í Reykjavík eru komnir með vinnu áður en þeir útskrifast. 

Reglur um starfsnám

Um starfsnámið gilda fastmótaðar reglur sem miða að því að tryggja gæði námsins. Nemendur í starfsnámi hafa leiðbeinendur frá háskólanum og frá viðkomandi fyrirtæki og skila reglulegum framgangsskýrslum. Fjöldi eininga sem nemendur fá fyrir starfsnámið er í samræmi við lengd og umfang þess en sex eininga starfsnám samsvarar 120 tíma námi. Starfsnám við HR er oftast 6 - 14 einingar og er tekið samhliða öðrum námskeiðum. Almennt getur hver nemandi aðeins tekið starfsnám einu sinni í námi sínu.

Nemendur velja starfsnám

Frumkvæði að starfsnámi liggur hjá nemendum sem velja sér starfsnám á sama hátt og önnur námskeið við HR. Starfsnámið er skipulagt af háskólanum í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir sem hafa gerst formlegir samstarfsaðilar háskólans og vinna með háskólanum á þennan hátt til að auka gæði námsins og efla þekkingu og hæfni nemenda. Nemendum sem hafa áhuga á starfsnámi er bent á að leita frekari upplýsinga um námið hjá skrifstofu sinnar deildar. 

Einnig eru upplýsingar um starfsnám í boði birtar á síðunni "Störf og starfsnám" á vef HR.

Hvert á að leita?


Verkfræðideild

Sóley Davíðsdóttir

Verkefnastjóri 
soleyd@ru.is 
599 6291

Asgeir_Jonsson.aspx

Viðskiptadeild

Ásgeir Jónasson

Aðjúnkt og umsjónarmaður starfsnáms í viðskiptadeild
asgeirjo@ru.is
599 6303

Download--1-

Lagadeild

Benedikta G. Kristjánsdóttir

Skrifstofustjóri
benediktak@ru.is
599 6265


Hjördís Lára Hreinsdóttir - Verkefnastjóri tæknifræði

Iðn- og tæknifræðideild

Hjördís Lára Hreinsdóttir

Verkefnastjóri náms í tæknifræði
Netfang: hjordislh@ru.is
Sími: 599 6480


Var efnið hjálplegt? Nei