Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtæki sem eru áhugasöm um að auglýsa störf á vefsvæðinu, vinsamlegast hafið samband við Margréti H. Þóroddsdóttur, verkefnafulltrúa atvinnulífstengsla, margretth@ru.is.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

Framtíðarstarf við hugbúnaðarþróun

  • Stiki logo

Stiki leitar að metnaðarfullum hugbúnaðarsérfæði í fullt starf til hönnunar og þróunar á hugbúnaðarlausnum sem fela í sér mikla nýsköpun. Við leitum upprennandi forriturum sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi. Um er að ræða hugbúnaðarlausnir sem unnar eru í samstarfi við innlenda og erlenda aðila.

Lesa meira

Aðstoð við bókhaldsvinnu í Navision

  • Stiki logo

Stiki leitar að starfskrafti til aðstoðar við færslu bókhalds í Navison, útreikning launa og útgáfu reikninga. Starfshlutfall: 25-30% í mánuði að meðaltali, allt árið.

Lesa meira

Vinnsla fjármálaupplýsinga

  • Logo Keldan

Keldan.is leitar að starfskrafti í vinnslu fjármálaupplýsinga. Starfið felur í sér innslátt á upplýsingum úr fjármálaheiminum. Um er að ræða ársreikninga, upplýsingar tengdar hluta- og skuldabréfamarkaði og viðskiptum. 

Lesa meira

Verkefnalisti vegna styrkja til meistaranema 2018

  • Logo sambands sveitafélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir styrki til meistaranema fyrir árið 2018. Hér á eftir verða talin upp þau verkefni og stefnumörkunarþættir sem lagðar eru áherslur á við styrkveitingar 2018.

Lesa meira

Hugbúnaðarþróun á samþættingarsviði Advania

  • Logo Advania

Samþættingarsvið Advania leitar að duglegum og snjöllum tölvunarfræðingum eða hugbúnaðarverkfræðingum í framtíðarstörf.

Lesa meira

Laganemi í hlutastarf

Hlutastarf

  • Merki NJORD Law Firm

NJORD Law Firm óskar nú eftir laganemum í hugverkaréttardeildina okkar og erum við að leita af bæði laganema og aðila í starfsnám.

Lesa meira

Kanntu að selja fisk eftir nýjum leiðum?

Fullt starf

  • Merki Sjávarklasans

Samstarfsfyrirtæki Íslenska sjávarklasans er að leita að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á markaðsmálum og nýjum aðferðum við sölu fisks á erlenda markaði með nýtingu samfélagsmiðla. Fyrirtækið vill byggja upp sölustarfsemi sem býður fiskinn til sölu á netinu og beint á disk neytenda.

Lesa meira

Eftirlitsmaður

Fullt starf

  • Merki Seltjarnarness, Kópavogs- og Garðabæjar

Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur áhuga á að ráða eftirlitsmann til ýmiss konar eftirlitsstarfa en ráðningartími yrði samkvæmt samkomulagi. Áskilið er að viðkomandi hafi nýlokið eða sé við það að ljúka BS námi við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Lesa meira