Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtæki sem eru áhugasöm um að auglýsa störf á vefsvæðinu, vinsamlegast hafið samband við Margréti H. Þóroddsdóttur, verkefnafulltrúa atvinnulífstengsla, margretth@ru.is.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

Ernst & Young (EY) óskar eftir nemum sem stefna á löggildingu í endurskoðun

  • Merki Ernst & Young á Íslandi

Ernst & Young (EY) óskar eftir nemum sem stefna á löggildingu í endurskoðun.Við leitum að fólki sem skráð er í meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun (M.Acc) og stefnir að löggildingu í endurskoðun. 

Lesa meira

Starfsnám í Barcelona

  • Logo of the University of Barcelona

Alþjóðaskrifstofan í Háskólanum í Barcelona auglýsir eftir starfsnemum annars vegar fyrir haustönn 2018 og hins vegar fyrir vorönn 2019. (sjá starfslýsingu í pdf skjali) Stafsnámið er ólaunað en hægt að sækja um Erasmus styrk hjá alþjóðaskrifstofu HR. (gudlaugm@ru.is)

Lesa meira

Vinnsla fjármálaupplýsinga

  • Logo Keldan

Keldan.is leitar að starfskrafti í vinnslu fjármálaupplýsinga. Starfið felur í sér innslátt á upplýsingum úr fjármálaheiminum. Um er að ræða ársreikninga, upplýsingar tengdar hluta- og skuldabréfamarkaði og viðskiptum. 

Lesa meira

Verkefnalisti vegna styrkja til meistaranema 2018

  • Logo sambands sveitafélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir styrki til meistaranema fyrir árið 2018. Hér á eftir verða talin upp þau verkefni og stefnumörkunarþættir sem lagðar eru áherslur á við styrkveitingar 2018.

Lesa meira

Kanntu að selja fisk eftir nýjum leiðum?

Fullt starf

  • Merki Sjávarklasans

Samstarfsfyrirtæki Íslenska sjávarklasans er að leita að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á markaðsmálum og nýjum aðferðum við sölu fisks á erlenda markaði með nýtingu samfélagsmiðla. Fyrirtækið vill byggja upp sölustarfsemi sem býður fiskinn til sölu á netinu og beint á disk neytenda.

Lesa meira

Eftirlitsmaður

Fullt starf

  • Merki Seltjarnarness, Kópavogs- og Garðabæjar

Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur áhuga á að ráða eftirlitsmann til ýmiss konar eftirlitsstarfa en ráðningartími yrði samkvæmt samkomulagi. Áskilið er að viðkomandi hafi nýlokið eða sé við það að ljúka BS námi við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Lesa meira

.Net Developer

Fullt starf

  • Merki LS Retail

We have opportunities for enthusiastic .NET Developers in our LS NAV team. The main responsibility will be to maintain and develop new functionalities for LS Retail's solutions. Our pipeline has many exciting projects for our team, both domestically and abroad, so we are seeking a talented person to join us for these interesting times ahead.

Lesa meira

Fjármálagreiningar í sjávarklasanum

Fullt starf

  • Merki Sjávarklasans

Íslenski sjávarklasinn óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í greiningarvinnu fyrir klasann. Starfið felst í því að leggja mat á einstök fjárfestingar- og nýsköpunarverkefni sem tengjast Sjávarklasanum á Íslandi og erlendis. Þá mun viðkomandi vinna að greiningum á erlendum mörkuðum sem tengjast systurklösum Sjávarklasans utan Íslands.

Miðað er við fullt starf en mögulegt er að viðkomandi byrji vinnu í hlutastarfi samhliða námi.

Lesa meira