Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtæki sem eru áhugasöm um að auglýsa störf á vefsvæðinu, vinsamlegast hafið samband við Margréti H. Þóroddsdóttur, verkefnafulltrúa atvinnulífstengsla, margretth@ru.is.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

Stefnir þú hátt?

Fullt starf

  • logo Icelandair

Icelandair leitar að eldklárum sérfræðingum í tekjustýringardeild sölu- og markaðssviðs.

Lesa meira

Jólavinna fyrir tölvunarfræðinema

Hlutastarf

  • logo umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun óskar eftir tölvunarfræðinema í tímabundið verkefni í desember og janúar. Verkefnið sem um ræðir felst í forritun á viðmóti fyrir grænt bókhald fyrir ríkisstofnanir sem vonast er til að klárist fyrir miðjan janúar.

Lesa meira

Verkefnastjóri fyrir sjálfvirknivæðingu

Fullt starf

  • logo ömmubakstur

Gæðabakstur/Ömmubakstur óskar eftir verkefnastjóra fyrir sjálfvirknivæðingu. Í starfinu felst að hafa yfirumsjón með sjálfvirknivæðingu í framleiðslusal fyrirtækisins og framkvæma og innleiða breytingar á núverandi ferlum.

Lesa meira

Laganemi hjá Mannvirkjastofnun

Hlutastarf

  • logo mannvirkjastofnun

Mannvirkjastofnun óskar eftir að ráða laganema í hlutastarf í tímabundna stöðu í þrjá til sex mánuði.

Lesa meira

Hótelstjóri

Fullt starf

  • logo Kvosin hótel

Kvosin Downtown Hotel leitar að jákvæðum og vandvirkum hótelstjóra. Við bjóðum samkeppnishæf laun og gott vinnuumhverfi.

Lesa meira

Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða spyrla til starfa frá byrjun janúar 2019

Hlutastarf

  • Logo Hagstofunar

Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða spyrla til starfa frá byrjun janúar 2019.

Lesa meira

Starf hjá Íslenska sjávarklasanum

Hlutastarf

  • Logo Sjávarklasans

Íslenski sjávaklasinn leitar að flinkum einstaklingi til að vinna við gagnaöflun, framsetningu gagna og gerð stuttra frétta og greininga sem því tengjast. Hentar vel samhliða námi.

Lesa meira

Störf fyrir tölvunarfræðinga eða hugbúnaðarverkfræðinga

Fullt starf

  • Logo Advania

​Samþættingarsvið Advania leitar að duglegum og snjöllum tölvunarfræðingum eða hugbúnaðarverkfræðingum í framtíðarstörf. Um er að ræða vinnu við almenna hugbúnaðargerð, samþættingu upplýsingakerfa og tengd verkefni fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Advania er um 1100 manna fyrirtæki og eitt af 10 stærstu UT fyrirtækjum á norðurlöndum. Sumarstarf eftir annað ár eða starf með námi á síðasta ári kemur einnig til greina.

Lesa meira