Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

Nemi í Endurskoðun

Fullt starf/hlutastarf

  • Merki Ernst & Young á Íslandi

EY óskar eftir nemum í endurskoðun. Endurskoðunarsvið er stærsta sviðið okkar hjá EY.

Lesa meira

Flugvöllur í Hvassahrauni – mælingar á ókyrrð í flugi

Sumarstarf

  • logo HR nýtt

Laust er starf sem er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Starfið tengist verkefni sem unnið er í HR og felst í undirbúningsrannsóknum á ókyrrð í flugi nálægt Hvassahrauni, en hugmyndir eru um að leggja þar nýjan flugvöll. Starfið felst í því að forrita farsíma til þess að senda frá sér mæligögn um ókyrrð í flugi inn á þar til gerðan miðlara (e. broker), uppsetningu miðlarans á Raspberry Pi og uppbyggingu gagnagrunns þar sem gögnin verða geymd.

Lesa meira

Innkaupadeild tækniþjónustu Icelandair óskar eftir aðila í Regluleg innkaup

  • logo Icelandair

Aðili í innkaupateymi innan deildar sem heitir Inventory Management & Logistics sem kemur til með að halda utan innkaupatillögur, verðsamanburð og framkvæmd innkaupa fyrir Icelandair í KEF. Einnig þarf að sjá um að innkaup séu framkvæmd í samræmi við samninga, vera í góðu sambandi við erlenda sem innlenda birgj, eftifylgni með innkaupa og koma upplýsingum til tengdra aðila innan viðhalds- og flugrekstrarsviðs Icelandair.

Lesa meira

Innkaupadeild tækniþjónustu Icelandair óskar eftir viðskiptastjóra

Sumarstarf

  • logo Icelandair

Þetta er starf innan deildar sem heitir Operational Material Support. Við erum ábyrg fyrir þjónustu við viðskiptavini okkar sem snýr að öflun varahluta fyrir; Loftleiðir, viðhaldsverkefni í Keflavík og erlendis. Þar að auki sér deildin um lagerhald á útstöðvum ásamt rekstri varahlutasamninga og ábyrgðarmálum.

Lesa meira

Motus leitar að bókhaldsfulltrúa

Sumarstarf

  • Logo Motus

Motus leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að sinna starfi bókhaldsfulltrúa í sumar.

Lesa meira

Sumarafleysing í menningar- og viðskiptaráðuneytinu

  • Logo Menningar- og viðskiptaráðuneytinu

Menningar- og viðskiptaráðuneyti auglýsir eftir sumarstarfskrafti í almennt skrifstofustarf innan ráðuneytisins, á skrifstofu fjármála og gæðamála. Hlutverk skrifstofunnar er m.a. að styðja við innra starf ráðuneytisins. Um er að ræða sumarstarf þar sem gefst kostur á að kynnast starfi í ráðuneyti og sinna fjölbreyttum verkefnum.

Lesa meira

PhotoCube V3: Veflæg greining margmiðlunargagna

Sumarstarf

  • logo HR nýtt

Í þessu verkefni sem styrkt er af NSN, er markmiðið að þróa nýja útgáfu PhotoCube myndaskoðarans. Við viljum einfalda hugbúnaðinn og bæta kóðann með nýjustu tækni á sviði vefforritunar. Nemendur geta komið að vali á hugbúnaðarpökkum sem notaðir verða í verkefninu.

Lesa meira

Sumarstarf hjá Sjúkratryggingum Íslands – Heilbrigðisþjónustudeild

  • Logo SJúkratrygginga Íslands

Okkur hjá Sjúkratryggingum Íslands vantar starfsmann í sumarstarf hjá Heilbrigðisþjónustudeild. Deildin sér um framkvæmd samninga um Heilbrigðisþjónustu ásamt því að afgreiða umsóknir um hjálpartæki. Sumarstarf felst í símsvörun og almennum skrifstofustörfum svo sem innslætti umsókna og afgreiðslu reikninga.

Lesa meira

We are looking for two students that are interested in python and sleep

  • logo HR nýtt

In this project we would like to pull our efforts together, to understand two main research questions that are outside the scope of our two projects, but within the scope of our combined research interests as independent researchers with an interest in a data-driven understanding of sleep. 

Lesa meira

Skipulagsfulltrúi

  • Dalabyggð logo

Dalabyggð óskar eftir að ráða skipulagsfulltrúa til starfa. Auk Dalabyggðar sinnir skipulagsfulltrúi verkefnum vegna skipulagsmála fyrir Árneshrepp, Kaldrananeshrepp, Reykhólahrepp og Strandabyggð. Leitað er að drífandi einstaklingi sem hefur metnað og drifkraft til að halda áfram að þróa starfið og skipulagsmál sveitarfélaganna.

Lesa meira