Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Árnason Faktor logo

Árnason Faktor leitar að laganema í sumarstarf

Starfið felur í sér aðstoð við sérfræðinga og aðra starfsmenn stofunnar, auk almennra skrifstofustarfa. Að hluta til er um að ræða aðstoð í móttöku.

Árnason Faktor ehf. sérhæfir sig á sviði hugverkaréttar, öflun og skráningu slíkra réttinda um allan heim. Hjá fyrirtækinu starfa alls 19 manns. Nánari upplýsingar um fyrirtækið er að finna á heimasíðunni arnasonfaktor.is.

Laganeminn fengi innsýn í umfangsmikla meðferð og umsýslu mála er snúa að hugverkaréttindum, svo sem einkaleyfum, vörumerkjum og hönnunum og öðrum skyldum sviðum.

Hæfniskröfur:

  • Þekking og reynsla á sviði hugverkaréttar er kostur
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og jákvæðni
  • Þjónustulund
  • Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í rituðu máli
  • Mjög góð þekking og vald á ensku
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Grunnþekking á sviði upplýsingatækni

Upplýsingar um starfið veitir Gunnar Örn Harðarson, framkvæmdastjóri Árnason Faktor, goh@arnasonfaktor.is.

Umsóknir skulu berast á netfangið mail@arnasonfaktor.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi.

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2023.