EY - Aðstoðarmaður í endurskoðun
Við leitum að aðstoðarmanni í endurskoðun sem vinnur vel í teymi og hjálpar okkur og viðskiptavinum okkar að ná árangri. Við bjóðum upp á sveigjanleika hvað varðar vinnutíma og staðsetningu, í boði er hlutastarf eða fullt starf allt eftir því hvað þér hentar best. Ef þú stundar, hefur lokið eða stefnir á meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun þá erum við teymið fyrir þig.
Hjá EY munt þú hafa tækifæri til að byggja upp einstaka starfsreynslu. Við munum styðja þig á þinni vegferð við að ná þínum faglegu markmiðum og rækta þína leiðtogahæfileika í alþjóðlegu og krefjandi umhverfi.
Megintilgangur endurskoðunar og annarrar staðfestingarvinnu er að auka trúverðugleika fjárhagslegra upplýsinga og þar með traust notenda þeirra. Við endurskoðum samkvæmt alþjóðlegri aðferðafræði sem felur í sér allt það nýjasta í endurskoðun hverju sinni og er ávallt í fullu samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Með aðferðafræði okkar og öflugum endurskoðunarhugbúnaði sem við höfum yfir að ráða, stuðlum við að því að tryggja gæði og samkvæmni í endurskoðun innan EY, hvar sem er í heiminum.
EY leggur mikila áherslu á þjálfun starfsfólks og endurgjöf til að þróa hæfileikana sem þú þarft til þess að vera leiðtogi í dag og í framtíðinni - allt á meðan þú byggir upp tengslanet milli samstarfsmanna, leiðbeinenda og leiðtoga sem verða samferða þér á þinni vegferð hjá EY og víðar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í fjölbreyttum verkefnum tengdum endurskoðun og uppgjörum þvert á atvinnugreinar og svið
- Þátttaka í að þróa lausnir og aðgerðir í endurskoðun og vinna með alþjóðleg tól og aðferðafræði
- Vinna í teymi, styðja aðra teymismeðlimi á þeirra vegferð og læra af þeim um leið.
- Vinna með reyndum verkefnastjórum og endurskoðendum á öllum aldri
Menntunar- og hæfniskröfur
Stefna að löggildingu í endurskoðun.Stunda meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun (M.Acc), stefna á námið eða hafa lokið því.Stunda BS nám í viðskiptafræði, verkfræði, hagfræði o.s.frv.búa yfir góðum samskiptahæfileikum og getu til að vinna vel í teymumGeta til að leysa flókin viðfangsefni, hafa gaman af excel, og vera lausnamiðuð/-miðaðurÞú brennur fyrir endurskoðun, hefur gaman af tölum, sýnir frumkvæði og vilt ná langtBúa yfir góðri íslensku- og enskukunnáttu í töluðu og rituðu máli og eiga auðvelt með að setja fram efni og gögn
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiðsla á hádegismat á völdum veitingastöðum í Borgartúni þar sem mötuneyti er ekki til staðar á starfsstöð
- Háskólanám í samvinnu við Hult Viðskiptaháskólann í USA, MS gráða í gagnagreiningum, MS gráða í sjálfbærni eða MBA gráða fyrir allt starfsfólk EY.
- Samgöngustyrkur fyrir þá sem kjósa umhverfisvænan ferðamáta
- Við bjóðum upp á samkeppnishæf laun þar sem við metum frammistöðu eftir árangri.
- Íþróttastyrkur að fjárhæð kr. 65.000 á ári
Það sem við leitum að er:
Vaxtarhugarfar. Það sem þú veist skiptir máli. En rétt hugarfar er jafn mikilvægt til að ná árangri og hefur sjaldan verið eins þýðingarmikið og nú til að ná að nýta sér tækifæri framtíðarinnar og staðna ekki heldur vaxa.
Forvitni og tilgangsdrifið hugarfar. Við erum að leita að fólki sem sér tækifæri í stað áskorana, búi yfir þeirri færni að geta tekist á við stöðugar umbætur, sem spyr betri spurninga til að leita betri svara sem byggja upp betri heim til að lifa og starfa í.
Fjölbreytni. Við erum að leita að fólki sem leitast eftir og fagnar fjölbreyttum sjónarmiðum, sem metur teymi án aðgreiningar til að byggja upp öryggi og traust þar sem hver og einn hefur frelsi til að vera besta útgáfan af sjálfum sér.
Hvað er í þessu fyrir þig:
Stöðug þróun: Þú munt þróa hugarfar og færni til að undirbúa þig fyrir hvað sem kemur næst og auka persónulega færni þína. Þú munt þróa tæknilega og faglega færni þína með stuðningi og leiðsögn helstu sérfræðinga í faginu.
Árangur: Við munum veita þér verkfæri og sveigjanleika svo þú getir haft þýðingarmikil áhrif á þína vegferð og annarra.
Leiðtogahæfni: Við munum gefa þér innsýn, þjálfun og sjálfstraust til að vera sá leiðtogi sem þú vilt vera og heimurinn þarf.
Persónulegur tilgangur: Þróaðu eigin persónulega tilgang og hjálpaðu okkur að hafa jákvæð áhrif á teymið okkar, viðskiptavini okkar og samfélagið í heild sinni.
Fjölbreytt og opin menning í alþjóðlegu umhverfi: Víkkaðu sjóndeildarhringinn með því að vinna með teymum þvert á svið, um allan heim og fólki með fjölbreyttan bakgrunn — bæði faglega og menningarlega. Þér verður fagnað eins og þú ert og þú hefur vald til að nota rödd þína til að hjálpa öðrum að finna þeirra.
Umsóknarferli:
Ef þú uppfyllir skilyrðin hér að ofan, endilega sæktu þá um.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða þarft frekari upplýsingar skaltu ekki hika við að hafa samband við Hafdísi Björk Stefánsdóttur, sviðsstjóra kjarnasviðs, hafdis.b.stefansdottir@is.ey.com
Um EY
EY er á heimsvísu eitt af leiðandi fyrirtækjum á sviði endurskoðunar, skattamála og ráðgjafarþjónustu, starfsfólk er um 350.000 í 150 löndum.
Hjá EY á Íslandi starfa um 80 manns með fjölbreytta menntun, bakgrunn og reynslu sem vinnur saman að tilgangi EY. Tilgangur EY er að byggja upp betri heim til að lifa og starfa í og skapa langatímavirði fyrir starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið í heild sinni með því að byggja upp traust á fjármagnsmörkuðum.