Fullt starf í Sundlaug Kópavogs
Sundlaug Kópavogs auglýsir eftir sumarstarfsfólki í fullt starf í sumar
Sundlaug Kópavogs er staðsett í vesturbæ Kópavogs stutt frá Hamraborginni og er einn stærsti sundstaður landsins. Þar eru sundlaugar úti og inni, ásamt heitum pottum, köldum potti, gufubaði og rennibrautum. Hjá lauginni starfa á fjórða tug manns, 7 til 10 starfsmenn á hverri vakt.
Laugin er opin virka daga frá kl. 06:30 til 22:00 og um helgar frá 08.00 til 20.00. Vinnan hefst 15 mín. fyrir opnun og lýkur 30 mín. eftir lokun. Unnið er á tveimur vöktum virka daga en einni vakt um helgar.
Sundlaug Kópavogs auglýsir eftir sumarstarfsfólki í fullt starf í sumar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Laugarvarsla sem felst í öryggiseftirliti og þrifum við laugar bæði úti og inni.
- Baðvarsla sem einkum er fólgin í þrifum í bað- og búningsklefum auk öryggisgæslu á þeim stöðum.
- Afgreiðsla þar sem sala í laug og á ýmsum vörum fer fram, símsvörun, upplýsingagjöf, þrif og öryggiseftirlit.
- Starfsmenn fá námskeið í fyrstu hjálp, björgun og fleiru.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsfólk sundlauga verður að vera orðið 20 ára.
- Allgóð sundkunnátta er áskilin, því laugarverðir verða að standast sundpróf, sem er svipað og 10. sundstig grunnskóla.
- Stundvísi, vinnusemi og samviskusemi.
- Góð samstarfshæfni og þjónustulund.
- Sundlaug Kópavogs er reyklaus vinnustaður.
- Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.
Annað
- Starfshlutfall er 100%.
- Starfstímabil frá miðjum maí til fyrri eða síðari hluta ágúst.
- Námskeið og þjálfun fara fram dagana 15. til 19. maí.
- Umsóknarfrestur er til og með 5. mars.
Nánari upplýsingar gefur Jakob Þorsteinson forstöðumaður í netfanginu jakob@kopavogur.is
Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef Alfreðs