Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

 • Íslandshótel - logo

Fulltrúi í bókunardeild

Aðalskrifstofa Íslandshótela - Sumarafleysingar

Íslandshótel óskar að ráða til sín fulltrúa í bókunardeild á sölu og markaðssviði. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.

Um er að ræða stöðu í sumarafleysingum.

Starfssvið

 • Móttaka og úrvinnsla pantana
 • Bókanir og eftirfylgni
 • Utanumhald með einstaklings- og hópabókunum
 • Samskipti við ferðaheildsala og hótel innan keðjunar
 • Ýmis tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

 • Menntun framhaldsskólastigi, fagmenntun eða viðbótarnám (t.d. skrifstofu eða ferðaþjónustu) er kostur.
 • Reynsla af sambærilegum störfum
 • Almenn tölvukunnátta og talnagleggni
 • Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði
 • Frumkvæði. nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum

Umsóknarfrestur: 28.02.2023
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Sækja um starfið