Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtæki sem eru áhugasöm um að auglýsa störf á vefsvæðinu, vinsamlegast hafið samband við Margréti H. Þóroddsdóttur, verkefnafulltrúa atvinnulífstengsla, margretth@ru.is.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • DTE logo

Hönnun nýrra verkferla álvers með innleiðingu rauntímaefnagreiningar á málmbráð

Sumarstarf

Óskað er eftir verkfræði nema, reynsla af forritun er kostur.

Verkefnið snýr að hönnun breyttra verkferla hjá álveri eins og Norðuráli með innleiðingu rauntímaupplýsinga frá nýrri greiningartækni íslenska nýsköpunarfyrirtækisins DTE í steypuskála og kerskála álversins. Greiningartækni DTE býður upp á sjálfvirka efnagreiningu á áli í rauntíma. Þetta er ólíkt þeim aðferðum sem álverið hefur nýtt hingað til, þar sem sýni af fljótandi áli hafa verið steypt í mót og greind á tilraunastofu. 

Í verkefninu verða greindir þeir möguleikar sem tæknin býður uppá með breytingu á verkferlum og samþættingu efnagreiningartækninnar við framleiðslustýringarkerfi álversins. Sérstaklega verður sjónum beitt að því hvernig nýta megi rauntímagögn til að að stýra hleðslu í ofna og besta hverja steypu fyrir sig.

  • Fyrirtæki: DT Equipment ehf
  • Umsóknarfrestur: Enginn
  • Tengiliður: Frímann Kjerúlf
  • Netfang: frimann@dtequipment.com
  • Heimasíða fyrirtækis: www.dtequipment.com
  • Staðsetning: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Árleyni 8
  • Starfstegund: Verkfræði