Hótelstjóri
Íslandshótel leita að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði.
Hótelstjóri skipuleggur og stýrir daglegum rekstri hótelsins þ.á.m. gestamóttöku, bókunum, veitingastað, þrifum, viðhaldi fasteignar og mannauðsmálum. Hótelstjóri vinnur náið með aðalskrifstofu í sölu og markaðsmálum og sér til þess að hótelið uppfylli gæðastaðla og rekstraráætlun fyrirtækisins. Hótelstjóri leiðir stóran hóp starfsmanna og ber ábyrgð á hagkvæmum rekstri með velferð og ánægju starfsmanna og gesta að leiðarljósi.
Starfstími er 1. apríl til 15. Október
Hæfniskröfur
- Árangursrík reynsla sem stjórnandi í hótel og/eða veitingarekstri
- Menntun á sviði hótelstjórnunar eða iðnnám í fram- eða matreiðslu kostur
- Afbragðs færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Frumkvæði, sjálfstæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
- Fjármálalæsi og greiningarhæfni
- Góð kerfis- og tölvukunnátta, þekking á Cenium, Navison og H3 kostur
Ábyrgð
- Fagleg stjórnun, leiðsögn, samræming og þróun starfsmanna
- Fjármál og rekstrargreiningar
- Þjónustu-, gæða- og öryggisstjórnun
- Verkefna- og ferlastýring
- Rekstur og viðhald fasteignar
Hlutverk Íslandshótela er einstök gestrisni
Öflug liðsheild Íslandshótela starfar samkvæmt eftirfarandi gildum:
Fagmennska - Heiðarleiki - Samvinna - Kjarkur
Umsækjendur eru beðnir að senda inn umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi.
Óskir um nánari upplýsingar sendist á Ernu Dís Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðssviðs, ernadis@islandshotel.is eða Hjört Valgeirsson, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs, hjortur@islandshotel.is
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2023.