Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Fly over Iceland logo

IT support/analyst

FlyOver Iceland leitar að jákvæðum og lausnamiðuðum einstakling með brennandi áhuga á tæknimálum til þess að ganga til liðs við alþjóðlegt teymi tæknideildar FlyOver Iceland. Starfið er fjölbreytt og unnið er í nánu samstarfi við allar deildir fyrirtækisins og því er hæfni í mannlegum samskiptum mikilvæg ásamt þekkingu á viðhaldi á tækjabúnaði og almennri tækniþjónustu. Við bjóðum upp á gott vinnuumhverfi og sveigjanlegan vinnutíma.

Helstu verkefni:

  • Uppsetning og viðhald á tölvu -og hugbúnaði
  • Umsjón með notendakerfum og þjálfun starfsfólks á tækja- og hugbúnað
  • Hafa umsjón með notendareikningum með Active Directory
  • Setja upp og viðhalda net-, samskipta- og netþjónabúnaði

Hæfniskröfur:

  • Lausnamiðuð hugsun, jákvæðni og framúrskarandi þjónustulund
  • Þekking á Windows umhverfin og notendahugbúnaði
  • A+ vottun og/eða Microsoft vottun kostur
  • Hefur lokið eða stundar nám í tölvunarfræði eða sambærilegu er mikill kostur
  • Reynsla af svipuðum störfum mjög mikill kostur.

Áhugasamir sendið umsókn ásamt ferilskrá á jobs@flyovericeland.is merkt “IT support/analyst

Umsóknarfrestur er til 25.10.2022

FlyOver Iceland er afþreyingarfyrirtæki sem á sér enga hliðstæðu á Íslandi. FlyOver sérhæfir sig í einstakri upplifun fyrir þá sem vilja sjá Ísland á ógleymanlegan hátt.

www.flyovericeland.is