Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtæki sem eru áhugasöm um að auglýsa störf á vefsvæðinu, vinsamlegast hafið samband við Margréti H. Þóroddsdóttur, verkefnafulltrúa atvinnulífstengsla, margretth@ru.is.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

 • Logo Endurmenntun HÍ

Endurmenntun Háskóla Íslands

Þjónustufulltrúi á kvöld- og helgarvaktir

Starfið felur í sér samskipti við viðskiptavini og fjölbreytt og krefjandi verkefni í Þjónustudeild Endurmenntunar Háskóla Íslands.

Helstu verkefni:

 • Móttaka þátttakenda á námskeið
 • Tæknileg aðstoð í kennslustofum
 • Símsvörun og upplýsingagjöf
 • Umsjón með kennslustofum
 • Önnur almenn skrifstofustörf


Kröfur um hæfni og reynslu:

 • Framúrskarandi þjónustulund og reynslu af þjónustustörfum
 • Góða tölvu- og tækniþekking
 • Skipulagshæfni og frumkvæði
 • Mikla samskiptahæfni og sjálfstæði í starfi
 • Íslenskukunnátta er skilyrði

Frekari upplýsingar veitir Lilja Svavarsdóttir, liljasvavarsdottir@hi.is

Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember 2019 og skulu umsóknir ásamt ferilskrá berast til liljasvavarsdottir@hi.is

 • Umsóknarfrestur: 08.11.2019
 • Fyrirtæki: Endurmenntun HÍ
 • Staðsetning: Dunhaga 7
 • Vefsíða fyrirtækis: https://www.endurmenntun.is/
 • Tengiliður: Lilja Svavarsdóttir
 • Netfang tengiliðs:  liljasvavarsdottir@hi.is