Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtæki sem eru áhugasöm um að auglýsa störf á vefsvæðinu, vinsamlegast hafið samband við Margréti H. Þóroddsdóttur, verkefnafulltrúa atvinnulífstengsla, margretth@ru.is.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

 • Logo Stjórnarráðsins

Starfsnemi á skrifstofu hagmála og fjárlaga

Hlutastarf

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf starfsnema á skrifstofu hagmála og fjárlaga. Um er að ræða starf sem tengjast fyrst og fremst hagmálum og gagnagreiningu

Starfssvið

 • Upplýsingaöflun og framsetning tölfræðilegra upplýsinga.
 • Greining gagna sem nýtast m.a. við stefnumótun á málefnasviðum ráðuneytisins.
 • Uppsetning mælaborða og skýrslna í Power BI til birtingar í ráðuneytinu eða á ytri vef.
 • Kostnaðargreining og gerð reiknilíkana.


Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun í hagfræði, tölfræði, tölvunarfræði, raunvísindum, verkfræði eða önnur sambærileg menntun.
 • Færni í meðferð, greiningu og úrvinnslu tölulegra gagna.
 • Reynsla af kostnaðargreiningu og gerð reiknilíkana í Excel er kostur.
 • Áhugi og þekking á viðskiptagreindarhugbúnaði og birtingu tölulegra gagna á myndrænan hátt.
 • Reynsla af vinnslu gagna í Power BI eða öðrum viðskiptagreindarhugbúnaði er kostur.
 • Þekking á DAX-forritunarmálinu (eða sambærilegu) er kostur.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
 • Færni til að geta unnið sjálfstætt á skipulagðan og agaðan hátt.
 • Færni og vilji til að vinna í opnu rými.
 • Þekking og reynsla af teymisvinnu og verkefnastjórnun er kostur
 • Gott vald á íslensku og hæfni til að miðla upplýsingum á skýran hátt.
 • Góð kunnátta í ensku og einu norðurlandamáli er kostur.

Um launakjör fer eftir kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi og skemmtilegu starfsumhverfi. 

Nánari upplýsingar veitir Runólfur Birgir Leifsson, skrifstofustjóri netfang: runolfur.leifsson@hrn.is og Kristín Helgadóttir mannauðsstjóri netfang kristin.helgad@hrn.is

Umsóknarfrestur: 15.11.2019
Fyrirtæki: Heilbrigðisráðuneytið
Staðsetning: Skógarhlíð 6
Vefsíða fyrirtækis: https://www.stjornarradid.is/raduneyti/heilbrigdisraduneytid/
Tengiliður: Kristín Helgadóttir
Netfang tengiliðs: kristin.helgad@hrn.is