Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

 • Örugg logo

ÖRUGG leitar að ráðgjöfum í sumarstörf

ÖRUGG leitar að framtíðar ráðgjöfum í sumarstörf sem eru metnaðarfullir, hugmyndaríkir, lausnamiðaðir og drífandi nemar.

Við bjóðum upp á skemmtilegt, nútímalegt og krefjandi starfsumhverfi þar sem sumarstarfsfólk fær tækifæri á að kynnast störfum tengdum námi þess og að axla ábyrgð í verkefnum.

Sumarstörfin geta verið tengd einu eða fleirum fagsviðum ÖRUGG.

Hæfniskröfur

Nemandi í háskólanámi sem nýtist í starfi, svo sem verk eða tæknifræði.

Að umsækjandur séu metnaðarfull, hugmyndarík, lausnamiðuð og drífandi.

 • Fyrirtæki: ÖRUGG VERKFRÆÐISTOFA
 • Tengiliður: Böðvar Tómasson bodvar@oruggverk.is
 • Heimasíða fyrirtækis:   oruggverk.is
 • Staðsetning: Kringlan 7, Reykjavík
 • Starfstegund: Sumarstarf


Verkefnin eru tengd:

 • Brunahönnun og brunatæknileg greining
 • Öryggishönnun
 • Viðbragðsmál
 • ‍Vindgreiningar
 • Áhætta
 • BIM
 • Vinnuvernd
 • Umhverfi
 • Rannsóknir

Umsóknarfrestur: 31. mars 2023

 

Sækja um starfið