Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Logo Tryggingar og ráðgjöf

Sala á líf og sjúkdómatryggingum í gegnum síma

Hlutastarf - Úthringiver

Við leitum að áreiðanlegu og duglegu starfsfólki í verktakavinnu við símasölu, þar sem helstu verkefni felast í því að selja líf- og sjúkdómatryggingar.

Miklir tekjumöguleikar fyrir aukavinnu og möguleiki er að fá greitt vikulega. Í starfinu reynir á samskiptahæfileika, samningatækni og sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Vinnutími er sveigjanlegur, í boði að vinna bæði á daginn og/eða seinnipart að lágmarki 10 tíma á viku. 

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

Hæfniskröfur: 

  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
  • Mjög góð færni í mannlegum samskiptum
  • Góð þjónustulund
  • Góð tölvukunnátta
  • Mjög góð íslenskukunnátta
  • Hreint sakavottorð

Fyrirtæki/Samtök: Tryggingar og ráðgjöf ehf.

Tengiliður:  Friðrik Örn -  fridrik@tryggir.is

Heimasíða fyrirtækis: www.tryggir.is

Staðsetning: Sóltún 26, 2.hæð

Starfstegund: Hlutastarf

Umsóknarfrestur: 19. Febrúar ef þarf að vera en annars má auglýsing vera fram á sumar

Sækja um starfið