Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

 • Domino’s á Íslandi - Logo

Sérfræðingur á fjármálasviði - Domino's

Domino's á Íslandi leitar að jákvæðum einstakling til að sinna fjölbreyttum verkefnum á fjármálasviði fyrirtækisins og tengdum félögum. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling.

Starfssvið:

 • Almenn bókhaldsstörf og skráning reikninga.
 • Afstemmingar af lánadrottna og bankareikninga.
 • Virðisaukaskattskil og aðrar afstemmingar fjárhagsbókhalds.
 • Þátttaka í mánaðarlegum uppgjörum og aðstoð með uppgjörsskýrslur.
 • Upplýsingagjöf og skýrslugerð.
 • Önnur tilfallandi verkefni á fjármálasviði.

Hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi. Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur.
 • Þekking og reynsla af bókhaldsstörfum er kostur.
 • Greiningarhæfni og góð tölvukunnátta þ.m.t Excel og reynsla af notkun viðskipta- og upplýsingakerfisins Navision er kostur.
 • Greiningar í Power BI.

 • Nákvæmni, metnaður og ögun í vinnubrögðum.

 • Góðir samskipta- og samvinnuhæfileikar.

 • Gott vald á íslensku og ensku.

Umsóknarfrestur er til og með 7. nóvember næstkomandi.

Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með starfinu hafa Hildur J. Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is) og Garðar Ó. Ágústsson (gardar@vinnvinn.is).

Um Domino's

Fyrsta verslun Domino's Pizza á Íslandi var opnuð þann 16. ágúst 1993 að Grensásvegi 11 í Reykjavík og fyrirtækið hefur vaxið ört síðan þá. Í dag rekur Domino's Pizza 23 verslanir hér á landi. Ellefu þeirra eru í Reykjavík, ein í Garðabæ, Mosfellsbæ og tvær í Kópavogi, Hafnarfirði og í Reykjanesbæ. Auk þess er einn staður á Akureyri, Akranesi og á Selfossi.

Domino's er leiðandi fyrirtæki á veitingamarkaði og starfa hjá félaginu um 500 starfsmenn. Lögð er áhersla á að vera úrvals vinnustaður, ekki síst fyrir ungt fólk og mikil áhersla á fræðslu ásamt því gefa starfsfólki tækifæri á að þróast áfram í starfi. Margir af lykilstjórnendum félagins í dag hófu störf sem almennir starfsmenn.