Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

 • Veitur logo

Starf í gagnavísindum

Sumarstarf

Viltu vinna með okkur í sumar?

Sjallvæðing og stafræn þróun hjá Veitum leitar að háskólanema með hæfni í gagnavísindum

Helstu verkefni

 • Safna saman, hreinsa, forvinna og greina gögn

 • Þróa og útfæra lausnir með reikniritum og vélnámi (e. Machine learning) undir leiðsögn sérfræðings
 • Búa til myndrænar framsetningar til að útskýra niðurstöður

Hæfniskröfur

 • Reynsla í Python (eða sambærilegum forritunar málum, t.d. Javascript eða R)
 • Reynsla með python pakka fyrir gagnagreiningu og myndræna framsetningu eins og pandas, numpy, matplotlib
 • Sjálfstæð vinnubrögð

Kostir

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi (t.d. tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða gagnavísindi)
 • Reynsla með vélanámspakka eins og Scikit-learn
 • Þekking á tölfræði
 • Þekking á aðferðum vélnáms (e. Machine Learning)
 • Þekking á aðferðum í gagnanámi (e. Data Mining)
 • Reynsla við að forrita með gögn (t.d. töflugögn (.csv), landfræðileg gögn (.shp))
 • Reynsla í gagnagrunnsforritun (t.d. SQL)

Hjá okkur færðu skemmtilega og hagnýta reynslu af því að vinna með reynslumiklu fagfólki á fjölbreyttum og lifandi vinnustað sem leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð.

Við tökum jafnréttið alvarlega

 • Við viljum hafa sem fjölbreyttastan hóp starfsfólks og hvetjum því öll kyn til að sækja um.
 • Við val á nýju starfsfólki er tekið mið af hæfni, reynslu og umsögnum þannig að það borgar sig að fylla vandlega út umsóknina og láta kynningarbréf fylgja með.

Starfstímabilið er frá miðjum maí fram í miðjan ágúst. Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 2023. 

Starfsstöð: Bæjarháls 1 - Fullt starf

Eingöngu er tekið á móti umsóknum á ráðningarvef Veitna, starf.veitur.is. Einnig er hægt að spyrjast fyrir um starfið í gegnum netfangið: sigridur.sigurdardottir@veitur.is

Öllum umsóknum verður svarað fyrir 22. mars 2023.