Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Advania logo

Starfsnám í sjálfbærni

Hlutastarf

Advania óskar eftir nema á sjálfbærnisvið til að styðja við gagnasöfnun og nýtingu gagna ásamt öðrum verkefnum sem tengjast sjálfbærnivinnu félagsins.

Á þetta við um þig?

  • Hefur þú áhuga á sjálfbærni fyrirtækja?
  • Brennur þú fyrir tækni, stöðugri þróun og nýtingu gagna í ákvörðunartöku?
  • Átt þú auðvelt með að vinna sjálfstætt og leysa vandamál?
  • Ertu með hæfileika í skipulagi og lausnamiðaðri hugsun?
  • Býrðu yfir góðri íslensku- og enskukunnáttu í töluðu og rituðu máli?
  • Hefur þú áhuga á að starfa í alþjóðlegu og krefjandi umhverfi?

Nánari upplýsingar um Advania er að finna hér
Umsóknarfrestur er til 27. október