Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtæki sem eru áhugasöm um að auglýsa störf á vefsvæðinu, vinsamlegast hafið samband við Margréti H. Þóroddsdóttur, verkefnafulltrúa atvinnulífstengsla, margretth@ru.is.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

 • Háskólinn í Twente

Starfsnámsstaða við Háskólann í Twente

Fullt starf

Háskólinn í Twente, Hollandi býður uppá starfsnámsstöður á sumarönn 2019 og haustönn 2019.

Starfsnámsstöðurnar eru tvær, á hvorri önn, við Háskólann í Twente ( www.utwente.nl ) og eru sambland af rannsóknar og heimildavinnu sem og aðstoð við þjálfun á nemendum fyrir alþjóðlega keppni í samningatækni (TNC).

Helstu verkefni:

 • Vinna við verkefnastjórnun, gagnaöflun og skrif í verkefninu Eurokey. Eurokey er alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að móta alþjóðlega stefnu og aukið samkeppnisforskot með því að skoða viðhorf stjórnenda alþjóðlegra fyrirtækja og árangur þess.
 • Vinna við heimildarvinnu í rannsóknarverkefnum sem snúa að samskiptum og samningatækn
 • Vinna við greiningarvinnu (ef nemandi hefur það áhugasvið)
 • Aðstoð við þjálfun á meistaranemendum í samningatækni fyrir alþjóðlega keppni í samningatækni. Vera með á æfingum, taka þátt og aðstoða mig við að halda utan um hópinn, prenta út case og halda utan um hópinn sem og fleira þessu tengt.


Með starfsnámi er möguleiki á að taka 1-2 fög í háskólanum við Twente að því gefnu að umsóknartími sé nægur og að samningur liggji fyrir við deildina, og á það þá ekki við um sumarönn 2019. En einnig er hægt að vera í fullu starfsnámi.

Umsækjendur þurfa að: 

 • Hafa mjög góða ensku kunnáttu
 • Hafa áhuga á samskiptum, menningarmun og samningatækni
 • Gott vald á almennum windows forritum (excel, word o.þ.h.)
 • Góða samskiptahæfileika
 • Góða skipulagshæfileika
 • Vinna vel undir álagi og vera lausnamiðaðir
 • Geta unnið vel í hóp
 • Vera í meistaranámi við HR Laun


Starfsnámið er ólaunað en hægt er að sækja um Erasmusstyrk hjá Alþjóðaskrifstofu HR. Einingar eru gefnar fyrir starfsnám.

Að starfsnámi loknu mun nemandinn öðlast færni í:

 • Almennri rannsóknarvinnu (heimildavinnu, skrifum og uppsetningu á fræðikafla, aðferðafræði og greiningarvinnu
 • Verkefnastjórnun (alþjóðlegt verkefni)
 • Aukna færni í samningatækni

Allar upplýsingar um háskólann í Twente er hægt að finna á www.utwente.nl .

Háskólinn í Twente er staðsettur í austurhluta Hollands í bæ sem ber nafnið Enschede og er það háskólabær með um 150.000 íbúa. Borgin hefur verið valin íþróttaborg ársins (sport- city), mörg ár í röð og mikið líf er í borginni og alltaf eitthvað um að vera. Nánari upplýsingar um hvernig sé að búa í Enschede er hægt að finna á https://www.enschede.nl/en .

Umsóknin samanstendur af ferilskrá og kynningarbréfi. 

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja umsókn:

 • Ferilskrá
 • Helstu áhugasvið? (almennt og námslega)
 • Afhverju þú hefur áhuga á starfsnáminu?
 • Hvaða atriði vakti mestan áhuga hjá þér varðandi auglýst starfsnám?
 • Hvaða væntingar hefur þú varðandi starfsnámið?
 • Hvert þú stefnir í nánustu framtíð?


Starfsnámsstöðurnar eru hjá Dr. Aldísi G. Sigurðardóttir sem er Lektor við háskólann í Twente og veitir hún allar nánari upplýsingar. Umsóknir skal senda til Aldísar á a.sigurdardottir@utwente.nl fyrir 15 maí (fyrir sumarönn 2019) og fyrir 15 júlí (fyrir haustönn 2019).

 • Umsóknarfrestur: 15.07.2019
 • Fyrirtæki: Háskólinn í Twente
 • Staðsetning: Holland
 • Tengiliður: Aldís G. Sigurðardóttir
 • Netfang tengiliðs: a.sigurdardottir@utwente.nl