Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Logo Bláa lónsins

Störf á fjármálasviði

Sumar 2023

Bláa Lónið leitar að jákvæðum og metnaðarfullum starfsmönnum í fjármálateymi fyrirtækisins fyrir sumarið 2023. Fjármálateymið sér um að fjárhagsupplýsingar félagsins séu ávallt uppfærðar skv nýjustu gögnum. Teymið sér um bókhald, afstemmingar, reikningagerð og uppgjör. Viðkomandi mun einnig taka þátt í vinnu við samþættingu fjárhagskerfa og umbætur á ferlum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í viðskiptafræði, kostur á sviði fjármála og reikningshalds
  • Reynsla af reikningshaldi og góð bókhaldsþekking
  • Gott vald á upplýsingatækni
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæði í verki
  • Góð íslensku- og enskukunnátta jafnt í ræðu sem riti

Viðkomandi mun hafa starfsstöð í nýju skrifstofuhúsnæði Bláa Lónsins í Urriðaholti í Garðabæ.

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2023.

Bláa Lónið er skemmtilegur og fjölbreyttur vinnustaður þar sem áhersla er lögð á einstaka upplifun gesta og frábæra samvinnu allra starfsmanna.

Sækja um starfið