Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtæki sem eru áhugasöm um að auglýsa störf á vefsvæðinu, vinsamlegast hafið samband við Margréti H. Þóroddsdóttur, verkefnafulltrúa atvinnulífstengsla, margretth@ru.is.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Logo Heimavalla

SUMARSTARF – Heimavellir

Fullt starf

Heimavellir óska eftir starfsmanni í sumarafleysingar á skrifstofu félagins í Reykjavík. Um er að ræða fullt starf til frá 1. júní 2019 til og með 23. ágúst 2019.

Helstu starfsskyldur eru samskipti við leigjendur, gerð leigusamninga, móttaka viðskiptavina og önnur tilfallandi verkefni.

Helstu hæfniskröfur eru góð samskiptahæfni, almenn tölvukunnátta á Office umhverfið góð ensku kunnátta, bílpróf og umráð yfir bíl er kostur.

Umsóknarfrestur er til 18. maí 2019.

Með umsókn skal umsækjandi leggja fram neðangreind gögn:

  • Meðmæli frá fyrrum vinnuveitanda
  • Sakavottorð

Farið verður með umsóknir og fylgiskjöl sem trúnaðarmál og í samræmi við persónuverndarstefnu Heimavalla.

Umsóknir skulu sendar Arnari Gauta Reynissyni framkvæmdastjóra á gauti@heimavellir.is

Um Heimavelli:
Heimavellir leigufélag býður fjölbreytt úrval leiguíbúða fyrir einstaklinga og fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Áhersla er lögð á örugga langtímaleigu, góða þjónustu og hagstætt verð

Í dag eru Heimavellir stærsta leigufélag landsins með um 1.800 íbúðir í rekstri á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, Þorlákshöfn og Reykjanesbæ.

Vefsíða: heimavellir.is
Umsóknarfrestur: 18.05.2019
Fyrirtæki: Heimavellir
Staðsetning: Reykjavík
Tengiliður: Arnar Gauti Reynisson
Netfang tengiliðs: gauti@heimavellir.is