Sumarstörf hjá EFLU
EFLA leitar af efnilegum, hugmyndaríkum og metnaðarfullum nemum í sumarstörf.
EFLA leggur áherslu á að veita nýju starfsfólki tækifæri á að axla ábyrgð í verkefnum og þróast í starfi.
Ef þú leitar að afbragðs starfsumhverfi og áhugaverðum starfsvettvangi í alþjóðlegu umhverfi með góðu samstarfsfólki þá gætum við átt samleið.
EFLA er þekkingarfyrirtæki sem starfar á sviði verkfræði og tækni. EFLA er með starfsstöðvar um allt land, með höfuðstöðvar að Lynghálsi 4 í Reykjavík. Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Þannig vinnum við að fjölbreyttum verkefnum í teymum. EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki með skýra jafnréttisstefnu og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri. EFLA leitast eftir því að fá til liðs við sig kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Lagt er uppúr því að bjóða störf óháð staðsetningu, þ.e. að starfsfólk geti unnið í verkefnum óháð því hvar starfsmaður er staðsettur á landinu eða í heiminum.
Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda. Gildi okkar eru hugrekki, samvinna og traust.
Starfsstöðvar EFLU eru m.a. í Reykjavík, Selfossi, Hellu, Austfjörðum, Akureyri, Ísafirði, Grundafirði, Hvanneyri, Reykjanesbæ, í Noregi, Svíþjóð, Póllandi, Þýskalandi, Frakklandi og Skotlandi.
Nánari upplýsingar veitir Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum.
Við hvetjum öll kyn til þess að sækja um.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2023.