Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Logo Orkuveitu Reykjavíkur

Sumarstörf hjá OR samstæðunni

Við leitum eftir jákvæðum og framtakssömum nemum í sumarstörf

Innan OR samstæðunnar starfa yfir 500 manns í fimm fyrirtækjum og starfsemi okkar er í senn mikilvæg og fjölþætt. Hér vinnur fólk með fjölbreyttan bakgrunn, bæði með iðn- og tæknimenntun, en einnig sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum.

Samfélagsábyrgð, sjálfbærni og loftslagsmál eru gríðarlega ofarlega á baugi hjá okkur og eins leggjum við ríka áherslu á jafnrétti og öryggi starfsfólks. Við erum alltaf að leita nýrra leiða til að ná markmiðum okkar sem snúa að því að vera góður samfélagsþegn, stuðla að orkuskiptum í samgöngum, minnka kolefnissporið okkar, auka starfsánægju og að öll komum við heil heim í lok vinnudags.

Ef þú ert að leita að sumarstarfi hvetjum við þig til að kynna þér hvað við höfum upp á að bjóða.

Nánari upplýsingar er að finna á www.or.is/sumarstorf og undir hverju starfi er hægt að finna tengilið ef einhverjar spurningar vakna.

Við hvetjum öll kyn til að sækja um.