Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Logo Vegagerðarinar

Sumarstörf í ýmsum deildum hjá Vegagerðinni

Spennandi sumarstörf fyrir háskólafólk, um dagvinnustörf er að ræða hjá Vegagerðinni í Garðabæ. Laus störf eru hjá áætlanadeild,stoðdeild, almenningsamgöngum og tækjabúnaði. Vinsamlega tilgreinið undir athugasemdum í hvaða deild sótt er um.

Helstu verkefni og ábyrgð

Þrónunarsvið.
Áætlanadeild.
Helstu verkefni, skráning og vinnsla landupplýsinga..

Mannvirkjasvið.
Stoðdeild.
Helstu verkefni, úrvinnsla mælinga úr veggreini, mælingar á veggreini, aðstoð á rannsóknarstofu og annað sem til fellur.

Þjónustusvið.
Almenningssamgöngur.
Dagleg verkefni deildarinnar eru útboðsgerð, gagnagreining, rekstur samninga og eftirfylgni á þeirri þjónustu sem deildin ber ábyrgð á, þ.e. landsbyggðarstrætó, ferjur og ríkisstyrkt flug.

Tækjabúnaður.
Dagleg verkefni á deildinni er að vinna að gagnagrunni fyrir götulýsingakerfið. Viðkomandi þarf að vinna við gagnagrunn í GIS kerfum, fara í skoðunarferðir á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni og eiga samstarf við ýmsa aðila sem komið hafa að þessum málum á undanförnum árum.

Hæfniskröfur

Hafa lokið einu ári í háskóla í námi sem nýtist í starfi s.s. verkfræði, tæknifræði, landfræði, jarðfræði, hagfræði, viðskiptafræði eða sambærilegu

  • Góð tölvukunnátta.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og hæfni að vinna í hóp
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku
  • Góð öryggisvitund

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja ferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og upplýsingar um fyrri störf. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf á bilinu 15. maí-6.júní.

  • Starfshlutfall er 100%
  • Umsóknarfrestur er til og með 15.03.2023

Nánari upplýsingar veitir

Laufey Sigurðardóttir, sérfræðingur mannauðsdeild - laufey.sigurdardottir@vegagerdin.is - 522-1000

Smelltu hér til að sækja um starfið