Þjónustufulltrúi í tolladeild Jónar Transport
Sumarstarf
Jónar Transport leita að áhugasömum, jákvæðum og metnaðarfullum starfsmanni í hluta- og sumarstarf þjónustufulltrúa í tolladeild.
Helstu verkefni:
- Tollskjalagerð og frágangur á vörureikningum
- Útgáfa flutningstengdra skírteina
- Innheimta flutningsgjalda og annarra aðflutningsgjalda
- Samskipti við tollayfirvöld, farmlytjendur, umboðsmenn innanlands og erlendis, skrifstofur okkar erlendis og erlenda samstarfsaðila
- Þjónusta og aðstoð við viðskiptavini
Vinnutími:
- 16:00 til 20:00 virka daga eða eftir samkomulagi
- Yfir sumartímann frá 08:00-16:00
Hæfniskröfur:
- Stúdentspróf og/eða reynsla sem nýtist í starfi
- Gott vald á ensku og íslensku í ræðu og riti
- Góð almenn tölvukunnátta
- Þekking á Navision er kostur
- Heiðarleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
Umsækjendur eru beðnir um að skila inn ferilskrá ásamt greinargóðu kynningarbréfi.
Nánari upplýsingar veitir Egill Örn Einarsson, deildarstjóri innanlandsdeildar í egill@jonar.is
Jónar Transport hf - Kt. 440189-1219 - Kjalarvogur 7-15 – 104 Reykjavik – www.jonar.is