Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

 • Play Airlines logo

Þjónustuhetja - hlutastarfs

Reykjavík - Hlutastarf

Við leitum að hjálpsömum og jákvæðum þjónustufulltrúa til að ræða við viðskiptavini PLAY í gegnum netspjall, tölvupóst og samfélagsmiðla.

Ef þú býrð yfir framúrskarandi þjónustulund, góðri samskiptahæfni og vinnur vel í hóp þá gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.

Vinnutími 
Um helgarstarf er að ræða, frá föstudag til sunnudags aðra hvora helgi. Vinnutími föstudags er frá 16-20. Laugardaga og sunnudaga er vinnutími frá 08-20. Einnig mun standa til boða að taka afleysingar og aukavaktir í samráði við yfirmann.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafi störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur: 16.10.2022

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þjónusta og samskipti við viðskiptavini í gegnum tölvupóst, netspjall og samfélagsmiðla
 • Vöktun á pósti í gegnum netföng og samfélagsmiðla
 • Almenn upplýsingagjöf
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann


Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi
 • Framúrskarandi þjónustulund, sveigjanleiki og lausnamiðuð nálgun
 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Frumkvæði, gott skipulag og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Jákvæðni og góð samskiptafærni

 

Um PLAY

PLAY er íslenskt lágfargjaldaflugfélag sem býður flug til vinsælla áfangastaða á sem hagkvæmastan hátt fyrir farþega og náttúru. Með nýlegum Airbus 320 og 321 NEO flugvélum er dregið sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda og þannig leitast við að koma fólki á áfangastað með sem smæstu kolefnisfótspori.

PLAY er vel fjármagnað nýtt flugfélag sem býður Íslendingum ódýran valkost og er öflugur samkeppnisaðili.

Hjá PLAY er öryggið alltaf í fyrsta sæti og áhersla lögð á stundvísi, einfaldleika, gleði og hagstæð verð.

Hjá PLAY er verið að byggja upp fjölbreyttan og frábæran starfshóp og einstakan starfsanda. Áhersla er á að skapa öruggt og jákvætt starfsumhverfi fyrir alla starfsmenn sem er laust við mismunum og áreitni af einhverju tagi. Við viljum bæta í þennan hóp jákvæðu og kraftmiklu fólki, sem vill taka þátt í að breyta íslenskri flugsögu.

Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið jobs@flyplay.com.

Eingöngu er tekið á móti umsóknum á https://flyplay.com/storf.