Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtæki sem eru áhugasöm um að auglýsa störf á vefsvæðinu, vinsamlegast hafið samband við Margréti H. Þóroddsdóttur, verkefnafulltrúa atvinnulífstengsla, margretth@ru.is.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • DTE logo

Þróun og innleiðing áreiðanleikaprófunarferla fyrir hugbúnað og vélbúnað við erfiðar umhverfisaðstæður

Sumarstarf

Óskað er eftir tölvunarfræði nema, reynsla af samskiptum við hardware er kostur en ekki nauðsyn.

Fyrirtækið DTE hefur þróað sjálfvirkan efnagreiningarbúnað til notkunar í álverum og annarri málmframleiðslu. Viðskiptavinir fyrirtækisins leggja mikla áherslu á uppitíma og að niðurstöður mælinga skili sér ávalt. Áhersla á áreiðanleika búnaðarins er því í fyrirrúmi.

Greiningarbúnaðurinn samanstendur af ýmsum vélbúnaði og skynjurum. Þessum vélbúnaði er stýrt af iðntölvu sem er hjartað í kerfinu. Ytri aðstæður eru mjög krefjandi, þar sem m.a. rykmengun og sveiflur í segulsviði geta haft ófyrirséð áhrif. Er því að mörgu leyti aukið álag á kerfið vegna þessa.

Innleiðing á áreiðanleikaprófunarferlum fyrir hugbúnað og vélbúnað sem tekur til ofangreindra þátta er því nauðsynleg.

Verkefnið felst í því að hanna og leggja drög að innleiðingu á bæði sjálfvirkum og handvirkum áreiðanleikaprófunarferlum bæði fyrir hugbúnað og vélbúnað með það að leiðarljósi að hámarka uppitíma kerfisins, koma í veg fyrir villur.

Vélbúnaðar- og hugbúnaðaráreiðanleikaprófanir felast í því að velja og útfæra í kóða réttar prófanir sem sannreyna að hugbúnaðurinn virki sem skyldi, m.a. þrátt fyrir uppfærslur í kóðagrunni, og að vélbúnaður virki sem skyldi þrátt fyrir erfiðar umhverfisaðstæður. Mögulegt er að notast þurfi við eininga-, innleiðingar- og kerfisprófanir en það er eitthvað sem nemandinn þarf að meta.

  • Fyrirtæki: DT Equipment ehf
  • Umsóknarfrestur: Enginn
  • Tengiliður: Frímann Kjerúlf
  • Netfang: frimann@dtequipment.com
  • Heimasíða fyrirtækis: www.dtequipment.com
  • Staðsetning: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Árleyni 8
  • Starfstegund: Forritun