Umsókn um starfsnám
Óskir þú eftir starfsnámi getur þú fyllt út umsókn og við höfum samband ef svigrúm er til staðar.
Um EFLU
EFLA er þekkingarfyrirtæki með hátt í 50 ára sögu sem og veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög og er samfélagsleg ábyrgð samofin tilgangi fyrirtækisins. Starfsfólkið er verðmætasta auðlind EFLU og hér starfar hæft og reynslumikið fagfólk með yfirgripsmikla þekkingu. Mikilvægur þáttur í starfsemi EFLU er frelsi starfsfólks til frumkvæðis þar sem hæfileikar þeirra njóta sín til fulls.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði og leggjum mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land. Í því skyni starfrækjum við öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem fjórðungur starfsfólks starfar. Auk þess bjóðum við upp á störf óháð staðsetningu þar sem því verður við komið.
Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, starf@efla.is