Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • UNA Iceland logo

Ungliðastöður á vegum Sameinuðu þjóðanna

e. Junior Professional Officers

Í ár fjármagnar utanríkisráðuneytið þrjár ungliðastöður hjá Sameinuðu þjóðunum þar sem ungu fólki er gefið tækifæri á að starfa á vegum stofnanna SÞ. Ungliðastöðurnar eru nú lausar til umsóknar fyrir íslenska ríkisborgara 32 ára og yngri (fæðingarár 1990 og síðar).

Frekari upplýsingar er að finna hér: https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/unglidastodur-a-vegum-sameinudu-thjodanna/ og svo verður haldinn kynningarfundur milli 12:00 og 13:30 þriðjudaginn 29. mars, nánari upplýsingar hér: https://www.facebook.com/events/664938734814204?ref=newsfeed .