Störf og starfsnám

Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Hér eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.

Fyrirtækjum er velkomið að óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni, hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa á starfavef Háskólans í Reykjavík. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með starfsauglýsingu fyrirtækja hér.

HR í samstarfi við alþjóðlegu starfs-, starfsnáms og starfsþjálfunargáttina HigherEd, sem er viðbót við þau úrræði sem þegar standa nemendum HR til boða. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

  • Rafmennt logo

Verkefnastjóri hjá RAFMENNT

Nýtt og spennandi starf

Við leitum að áhugasömum leiðtoga í uppbyggingu fræðslu á sviði smáspennu

Hefur þú áhuga á því að vinna með okkur á skemmtilegum vinnustað?

Okkar hlutverk er að þróa nýjar leiðir í fræðslu fyrir rafiðnaðar- og tæknigreinar

Helstu verkefni

  • Starfsmaður skipuleggur endur- og símenntun á svið smáspennu
  • Fylgist með nýjungum á sviði smáspennu
  • Fylgist með nýjungum á rafrænum samskiptum
  • Þróun námskeiða
  • Greinir þörf fyrir endur- og símenntun

Hæfniskröfur

  • Reynsla af störfum á sviði smáspennu
  • Skipulagshæfni og frumkvæði í starfi
  • Góð samskiptahæfni
  • Reynsla að verkefnastjórnun og teymisvinnu
  • Þekking á endur- og símenntun kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku

Menntunarkröfur

  • Krafa er um formlega menntun á rafiðnaðarsviði
  • Kennsluréttindi kostur

RAFMENNT hefur það hlutverk að bjóða fræðslu og styðja fræðslutengd verkefni með það að markmiði að uppfylla fræðsluþörf á sviði rafiðnaðar og svara þannig þörf atvinnulífsins á hverjum tíma.

Við erum 10 manns sem störfum hjá RAFMENNT við fjölbreytt störf sem snúa að menntun og endurmenntun félagsmanna.

Umsóknir skulu senda til framkvæmdastjóra sem veitir nánari upplýsingar um starfið á netfangið thor@rafmennt.is

Umsóknarfrestur til og með 12. mars n.k.