Nýsköpun
Stærsta námskeiðið sem kennt er við HR er Nýsköpun og stofnun fyrirtækja sem nemendur úr flestum deildum taka á þremur vikum við lok fyrsta eða annars námsárs. Þar vinna nemendur í hópum undir handleiðslu kennara og sérfræðinga að þróun eigin viðskiptahugmyndar.
Háskólinn í Reykjavík er uppspretta og driffjöður nýsköpunar á Íslandi. Í starfi HR er lögð mikil áhersla á að efla frumkvöðlaanda meðal nemenda og í samfélaginu öllu.
HR styður við tækifæri til hagnýtingar tækni og þekkingar með rannsóknum, kennslu og tengslum við atvinnulíf og samfélag.