Hagnýting tækni og þekkingar

Nýting og kaup á einkaleyfum

HR leggur mikla áherslu á hagnýtingu tækni og þekkingar (e. technology transfer) og býður fyrirtækjum aðgang og nýtingarrétt á nýrri tækni og uppfinningum sem gerðar eru innan háskólans.

Fyrirtæki geta þannig fengið nýja og verðmæta tækni og þekkingu ýmist með leyfum til nýtingar á einkaleyfum í eigu háskólans eða með yfirtöku og kaupum á hugverkarétti (IPR).

Spin-off

HR styður einnig stofnun svokallaðra „spin-off“ fyrirtækja á grundvelli nýrrar tækni og uppfinninga innan háskólans. Spin-off er önnur leið til að hagnýta háskólarannsóknir. Þegar hugverk eru þróuð áfram skapast verðmæti úr þeirri þekkingu sem verður til við rannsóknir og verkefnavinnu, til dæmis ný hátæknistörf. Þetta skapar einnig samstarfs- og fjárfestingatækifæri fyrir fyrirtæki en sem dæmi má nefna að HR á í dag hlut í nokkrum spin-off fyrirtækjum.

Nýsköpun í rannsóknum

HR er fremstur meðal jafningja á Íslandi þegar litið er til árangurs í rannsóknum. Fjölmörg rannsóknasetur eru innan skólans. Þar eru stundaðar rannsóknir á mörgum fagsviðum tækni og vísinda á meginfræðasviðum skólans. Nú þegar eru til mörg jákvæð dæmi um hagnýtingu tækni og þekkingar úr rannsóknum HR, þar með talið í gegnum spin-off fyrirtæki.

Fagleg samstarfsnet

HR tekur þátt í faglegum samstarfsnetum um vinnulag við árangursríka hagnýtingu tækni og þekkingar. Þeirra á meðal eru ASTP-PROTON (Knowledge Transfer Europe) og AUTM (Association of University Technology Managers) sem eru öflugustu samstarfsnetin á sínu sviði í Evrópu og Bandaríkjunum.

Hvert á að leita?

Ef fyrirtæki þitt vill vita meira um leyfisveitingar á nýrri tækni og þekkingu frá HR er velkomið að hafa samband á netfangið atvinnulif@ru.is.


Var efnið hjálplegt? Nei