Frumkvöðlastarf

Leitast er við að veita nemendum HR góðan skilning nýsköpun til að hvetja þá til að verða frumkvöðlar og skapa störf í framtíðinni.

Í BSc-námi ljúka nemendur námskeiði sem heitir Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Námskeiðið er skyldufag fyrir nemendur í lagadeild, viðskiptadeild, tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild. Einnig er stöðugt hvatt til þess að nemendur vinni að verkefnum í samstarfi við fyrirtæki.

Til þess að styrkja umhverfi frumkvöðla á Íslandi heldur Opni háskólinn í HR námskeið fyrir alla þá sem eru í frumkvöðlastarfsemi eða hyggja á slíkan vettvang í framtíðinni. Má þar nefna námskeið um grunnatriði fjármála og reksturs, verkefnastjórnun og gerð viðskiptaáætlana.

Frumkvöðlamiðuð átaksverkefni

HR er þátttakandi í mörgum viðburðum og samstarfsverkefnum með fyrirtækjum og stofnunum í því augnamiði að þróa frumkvöðlaanda og –hæfni og styðja við nýsköpun.

Sem dæmi má nefna:

Þjónusta við nemendur

Í HR eru nemendur hvattir til að koma á fót eigin fyrirtækjum. Þess vegna er HR virkur félagi í Icelandic StartUps, nýsköpunarmiðstöð sem aðstoðar og virkjar frumkvæði og frumkvöðlastarfsemi ungs fólks á Íslandi.

Miðstöðin veitir aðstoð við að koma viðskiptahugmyndum í framkvæmd með viðburðum, ráðgjöf og annarri aðstoð. Nemendur Háskólans í Reykjavík fá endurgjaldslausa ráðgjöf frá sérfræðingum fyrirtækisins í fimm ár eftir útskrift. Nemendur sem vinna að framúrskarandi viðskiptaáætlunum geta þar að auki sótt um skrifstofurými og fengið aðgang að starfsmönnum án endurgjalds.

KLAK Icelandic StartUps stendur að frumkvöðlakeppninni Gulleggið ár hvert.


Var efnið hjálplegt? Nei