Nýsköpun og stofnun fyrirtækja
Njóttu leiðsagnar helstu frumkvöðla Íslands
Stærsta námskeiðið sem kennt er við HR er Nýsköpun og stofnun fyrirtækja sem nemendur úr flestum deildum taka á þremur vikum við lok fyrsta eða annars námsárs. Þar vinna nemendur í hópum undir handleiðslu kennara og sérfræðinga að þróun eigin viðskiptahugmyndar.
Fræðsluefni opið öllum
Nú hefur háskólinn ákveðið að bjóða öllum landsmönnum að nýta sér þetta einstaka frumkvöðlanámskeið. Hér eru nú aðgengilegar upptökur af fyrirlestrum námskeiðsins, viðtöl við marga helstu frumkvöðla landsins, leiðbeiningar um hönnunarspretti og hlekkir á fjölbreytt fræðsluefni um nýsköpun og frumkvöðla. Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um viðskiptatækifæri og uppsprettur þeirra, undirbúning og gerð viðskiptaáætlana, gerð og prófanir frumgerða og kynningar fyrir fjárfestum.
Fyrirlestrar
Dagur 1 - kynning
Í þessum fyrirlestri er er farið yfir námsefnið, einkunagjöf, hópavinnu og þau verkfæri sem verða notuð. Fjallað verður um nýsköpun og stofnun fyrirtækja, hlutverk hugmyndarinnar og hvernig gengur að byggja upp sprota í viðskiptaumhverfinu á Íslandi.
Gestir: Ari Kristinn Jónsson (rektor HR) og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar)
Nýsköpun og stofnun fyrirtækja - Fyrirlestur 1
Dagur 2
Guðmundur fer yfir hið vel þekkta Business Model Canvas, einstaka þætti þess, hvernig það nýtist, hvað ber að varast. Farið stuttlega yfir gerð fjárhagsáætlunar.
Gestir: Davíð Helgason (Unity) og Hilmar Veigar Pétursson (CCP)
Dagur 3
Í þessari kennslustund er farið yfir svokallaðar lyftukynningar, viðskiptahugmyndir og skilgreiningu á Minimum Viable Product (MVP).
Gestur: Georg Lúðvíksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Meniga
Dagur 4
Kynning á hönnunarsprettum eftir Sprint-ferlinu, sölu- og markaðsmál og lyftukynningar.
Gestir: Stefanía Ólafsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Avo og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect
Hönnunarspretturinn
Dagur 5 - fyrsti dagur spretts
Nemendur hefja sprettinn á því að deila þekkingu, skilja vandamálin og velja sér markmið fyrir vikuna.
Fyrirlestur: Vignir Örn Guðmundsson, þróunarstjóri hjá CCP
Sprint Q&A: Jake Knapp & Jonathan Courtney
Dagur 6 - annar dagur spretts
Fyrirlestur: Vignir Örn Guðmundsson, þróunarstjóri hjá CCP
Eftir að hafa eytt fyrsta deginum í að skilja vandamálin og velja markmið með sprettinum, geta þátttakendur nú gefið lausnunum alla sína athygli.
Sprint Q&A: Jake Knapp og John Zeratsky
Dagur 7 - þriðji dagur spretts
Það er ekki hægt að prófa allar hugmyndir og lausnir, það verður að hafa eina góða áætlun.
Fyrirlestur: Vignir Örn Guðmundsson, þróunarstjóri hjá CCP
Dagur 8 - fjórði dagur spretts
Breyttu myndasögunni (e. storyboard) í frumgerð.
Fyrirlestur: Vignir Örn Guðmundsson, þróunarstjóri hjá CCP
Gestur: Siggi Hilmarsson, stofnandi Siggi´s Skyr
Dagur 9 - fimmti dagur spretts
Þessi síðasti dagur sprettsins er tileinkaður prófunum. Viðtöl eru tekin við notendur og fylgst með þeim nota frumgerðina. Þetta próf er það sem spretturinn snýst um og er gríðarlega mikilvægt.
Dagur 10
Þriðja og síðasta vikan er hafin. Við hefjum hana á því að ræða viðskiptaáætlunina og kynningu á henni. Af hverju að útbúa viðskiptaáætlun og hvað á hún að innihalda? Hver eru vandamálin og hverjar eru lausnirnar?
Gestur: Hekla Arnardóttir, Crowberry Capital
Dagur 11
Við förum í fjárhagsáætlun, fjármögnun, cap table, options og vesting.
Dagur 12
Farið yfir fyrirtækjaform og hlutahafasamkomulag
Gestur: Jóhannes Eiríksson (yfirlögfræðingur CreditInfo Group)
Nýsköpun og stofnun fyrirtækja - Fyrirlestur 14
Dagur 13
Samantekt og farið yfir lífsstig nýsköpunarfyrirtækja, hvað gerist eftir fyrst stigið?
Nýsköpun og stofnun fyrirtækja - Fyrirlestur 15
Lesefni
Frumkvöðlastarf
Það er fullt af efni um frumkvöðlastarf (e. entrepreneurship) til á netinu. Hér er aðeins snert á litlu broti af því. Mjög gott er að lesa það sem Paul Graham hefur skrifað.
Hér eru nokkrar vel valdar greinar:
- How to Start a Startup
- Hiring is Obsolete
- The 18 Mistakes that Kill a Startup (mjög áhugavert að skoða #2 í ljósi Covid, sá punktur á sífellt minna við í heiminum í dag)
- Taste for Makers
- How to Make Wealth
- A Unified Theory of VC Suckage
- Why Smart People have Bad Ideas
- Why to Not Not Start a Startup
- Startups in 13 Sentences
- A Fundraising Survival Guide
Marc Andreessen og Bene Horowitz, stofnendur fjárfestingasjóðsins a16z hafa skrifað mikið í gegnum tíðina. Má t.d. finna gamla blog pósta frá Marc hér.
Þeirra þekktustu skrif eru:
- Why Software is Eating the World
- It´s Time to Build (mjög nýlegt, sem svar við Covid)
- Good Product Manager/Bad Product Manager
- Lead Bullets
Stofnun fyrirtækja
Þegar kemur að því að stofna fyrirtæki, sækja fjármagn og almennt huga að því að koma hugmynd í framkvæmd er mikilvægt að leita sér ráða við hvert skref. Þessi listi er engan veginn tæmandi, en gæti hjálpað við að skilja ferlið betur.
Brad Feld er annar fjárfestir sem hefur skrifað mikið um þetta efni, og er gott að lesa. Hann er einnig annar höfunda einnar bókarinnar (Venture Deals) sem er notuð í námskeiðinu.
Fred Wilson hefur skrifað mjög mikið um frumkvöðlastarf og sérstaklega þegar kemur að samskiptum frumkvöðla og fjárfesta. Hann er fjárfestir en talar oft máli frumkvöðla. Sérstaklega áhugavert að skima yfir það sem hann hefur skrifað um VC & Technology.
Nýsköpun
Zero to One - mjög áhugaverð og alls ekki hefbundin bók um hvernig skal nálgast nýsköpun út frá sjónarmiðinu að búa til eitthvað alveg nýtt (frá núlli) vs að skala eitthvað upp sem er þegar til (frá einum og upp úr).
The Hard Thing about Hard Things - reynslusaga Bene Horowitz, sem er annar stofnanda fjárfestingasjóðsins a16z. Nær vel hversu óútreiknanlegt og erfitt þetta ferli getur verið, og sérstaklega hvað maður þarf oft að vera sveigjanlegur til að hlutirnir geti gengið upp.
Teymið
Kennarar:
Hrefna S. Briem, forstöðumaður grunnnáms við viðskiptadeild og sérfræðingur í nýsköpun

Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og stjórnandi.
Leiðbeinendur:
• Svava Björk Ólafsdóttir, ein af stofnendum RATA
• Ellen Ragnars Sverrisdóttir, ein af stofnendum Female Founder
• Vignir Örn Guðmundsson, þróunarstjóri hjá CCP
Gestir
• Hekla Arnardóttir, Crowberry Capital
• Davíð Helgason, stofnandi Unity
• Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdarstjóri CCP
• Stefanía Ólafsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Avo
• Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect
• Georg Lúðvíksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Meniga
• Siggi Hilmarsson, stofnandi Siggi´s Skyr
• Jake Knapp, höfundur Sprint
Uppbygging námskeiðs
Vika 1
Hugmyndin: Að hverju þarf að huga þegar verið er að ráðast á vandamál og stofna nýtt fyrirtæki?
Vika 2
Hönnunarsprettur (Sprint): Hvernig á að finna lausn á stórum vandamálum og prófa lausnina á aðeins fimm dögum?
Vika 3
Fyrirtækið: Viðskiptamódelið, fjárhagsáætlun og fjármögnun – hvernig er best að selja hugmyndina?