Spin-off fyrirtæki
Svokölluð „spin-off“-fyrirtæki skapa verðmæti úr þeirri þekkingu sem verður til við rannsóknir og verkefnavinnu, til dæmis ný hátæknistörf.
Nokkur slík fyrirtæki hafa verið stofnuð innan HR af nemendum og starfsmönnum með stuðningi háskólans.
Hér eru nokkur nýleg dæmi um fyrirtæki sem HR á hlut í:
Videntifier Technologies Sérsvið Videntifier Technologies er hraðvirk margmiðlunarleit á stórum skala. Meginnotkun Videntifier-tækninnar í dag felst í leitarkerfi fyrir lögregluyfirvöld sem þurfa að finna ólöglegt myndefni eins og barnaklám á geymslumiðlum. Tæknin getur nýst á fleiri sviðum í náinni framtíð, t.d. á afþreyingar- og auglýsingamarkaði. |
FiRe |
Skema og reKode Education |
3Z ehf. er ungt sprotafyrirtæki sem vill markaðssetja nýja aðferð við skimun í lyfjaþróun. Hjá 3Z eru sebrafiskar notaðir til skimunar á sameindum sem hafa áhrif á miðtaugakerfið en þannig má stunda skipulega leit að miðtaugakerfislyfjum framtíðarinnar. Aðferðirnar eru mun ódýrari, hraðvirkari og mannúðlegri en þær sem mest eru notaðar í dag. 3Z stefnir á að bjóða skimunarþjónustuna til fyrirtækja í lyfjaþróun.
|