Nýsköpun

Háskólar eru uppspretta nýsköpunar og HR leggur höfuðáherslu á samstarf við atvinnulífið um nýsköpun. Samstarfsaðilar okkar gera sér grein fyrir því að samvinna háskóla og fyrirtækja er beinlínis virðisaukandi fyrir starfsemina og eflir rannsóknir og þróun fyrirtækjanna til lengri tíma.

Algengar tegundir rannsóknasamstarfs við atvinnulífið eru:

  • Samfjármagnaðar rannsóknir
  • Þróun nýrra námsbrauta
  • Kostun á akademískum stöðum
  • Kostun nemendaverkefna

Skipulag samstarfsins

Skrifstofa tengsla ber ábyrgð á samstarfi við atvinnulífið um þróun í rannsóknum og menntun. Það er gert í náinni samvinnu við akademískar deildir skólans sem í flestum tilvikum taka þátt í útfærslu verkefna. 

Að mörgu er að huga við gerð samstarfssamninga, sérstaklega hugverkarétti, eignarhaldi og því að nýting á niðurstöðum samstarfsins sé gagnsæ og auðskiljanleg. Við veitum aðstoð við leyfisveitingar á nýrri tækni, sem er vandasamt ferli, og reynum að svara öllum þeim spurningum sem geta vaknað. 

Hvert á að leita?

Hafðu samband ef þú vilt kynna þér möguleikana á samstarfi fyrirtækis þíns við okkur um nýsköpun í rannsóknum og menntun.


Var efnið hjálplegt? Nei