Samstarf um sí- og endurmenntun fyrir fyrirtæki
Opni háskólinn í HR starfar náið með akademískum deildum HR að því að sérsníða fræðslu fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Stjórnendaþjálfun og sérsniðnar lausnir á sviði sí- og endurmenntunar
Sett er upp fræðsluáætlun fyrir stjórnendur og vinnustaðinn í heild. Sérsniðnar lausnir eru ólíkar eftir áherslum fyrirtækja en efnistök eru einkum sótt til sérfræðinga akademískra deilda HR, sérfræðinga í íslensku atvinnulífi sem og til erlendra samstarfsaðila og gestakennara.
Samstarfsverkefni og sérsniðnar námslínur
Opni háskólinn í HR hefur sett á fót fjölda stórra námskeiða í samstarfi við fyrirtæki og fagsamtök sem miða að því að bæta árangur og færni starfsmanna á ákveðnu sviði innan sama fyrirtækis eða sömu atvinnugreinar. Verkefni geta einnig verið afmörkuð með sérstakar þarfir eða markmið í huga.
Dæmi um samstarfsverkefni:
- Vottun fjármálaráðgjafa í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja, viðskiptabanka á Íslandi, viðskiptadeild HR, HÍ og Háskólann á Bifröst
- Tryggingaskólinn - vottun vátryggingafræðinga í samstarfi við vátryggingafélögin og lagadeild HR
- Stjórnendur í ferðaþjónustu í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar
- Stjórnendur í sjávarútvegi í samstarfi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
- Stjórnendur bílgreina í samstarfi við Bílgreinasambandið
- Stjórnendur í verslun og þjónustu í samstarfi við Samtök verslunar og þjónustu