Rannsóknir nemenda með atvinnulífinu

Styrkt meistaraverkefni í samstarfi við fyrirtæki

Meistaranemum við Háskólann í Reykjavík gefst tækifæri til að stunda rannsóknir með nokkrum af fremstu fyrirtækjum landsins. Þannig búa þeir til nýja þekkingu, öðlast reynslu og fá enn meira út úr náminu. Fyrirtækin eru Isavia, Síminn, Marel, Íslandsbanki, Icelandair og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

Nemendur segja frá sínum verkefnum


Kynning á verkefnum

Á vorönn geta meistaranemar kynnt sér tækifæri til rannsókna á fagsviðum hvers fyrirtækis. Sérstök kynning er haldin sem þar sem fulltrúar fyrirtækjanna mæta auk starfsfólks HR. Nemendur sem eru áhugasamir um að sækja um styrk gera það í samstarfi við leiðbeinanda sinn, en eingöngu leiðbeinendur geta sótt um styrkina. Þá má nýta við allar akademískar deildir HR.

Verkefnahugmyndir fyrir skólaárið 2020-2021 voru kynntar á opnum fundi 10. mars. Hér fyrir neðan má nálgast kynningar fyrirtækjanna, fyrir þá sem ekki komust á fundinn. Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum er 10. apríl nk.

Hvernig verkefni eru þetta?

Hingað til hafa meistaranemar meðal annars hannað bestunarlíkan sem aðstoðar við ákvarðanatöku í fiskvinnslu, gert framkvæmdaáætlun fyrir flugbraut, greint áhrif efnis á samfélagsmiðlum á hegðun neytenda og skoðað líffræðilega fjölbreytni fyrir utan lögsögu út frá íslensku sjónarhorni.

Þau verkefni sem voru styrkt á síðasta ári má sjá hér: Úthlutun fyrir skólaárið 2019-2020

Hvernig virkar ferlið?

Eftir fundinn 10. mars munu kynningar fyrirtækjanna verða aðgengilegar á vefnum ásamt umsóknargögnum. Nemendur sem hafa áhuga á að sækja um gera það í samstarfi við leiðbeinanda. Valhópur skipaður fulltrúum frá samstarfsfyrirtækinu og HR tekur að endingu ákvörðun um hvaða verkefni skuli hljóta styrk.

Frekari upplýsingar

Rannsóknirnar eru fyrst og fremst á meistarastigi en styrkir hafa einnig verið veittir til doktorsverkefna. Leiðbeinendur við allar deildir skólans geta sent inn umsóknir um verkefni. Upplýsingar um samstarf við hvern aðila, þ.m.t. viðeigandi umsóknargögn, verða aðgengilegar hér fyrir neðan. Nánari upplýsingar veitir Margrét H. Þóroddsdóttir, verkefnastjóri atvinnulífstengsla: margretth@ru.is

Icelandair Group

IcelandairGroupIcelandair Group og Háskólinn í Reykjavík eru með samning um samstarf á sviði frumkvöðla- og nýsköpunarstarfs, rannsókna og menntunar tengt flugsamgöngum og ferðaþjónustu.

Samráðshópur Icelandair Group og HR:

 • Páll Melsted Ríkharðsson, prófessor við viðskiptadeild HR
 • Ágúst Valfells, deildarforseti verkfræðideildar HR
 • Magnús Þ. Lúðvíksson, sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá Icelandair.

Tengiliður samráðshóps:

Isavia

Isavia logoIsavia og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samning um rannsóknir á sviði flugsamgangna, einkum flugleiðsögu og flugvallarreksturs.

Samráðshópur Isavia og HR:

 • Ágúst Valfells, deildarforseti verkfræðideildar HR
 • Gísli Hjálmtýsson, sviðsforseti tæknisviðs HR
 • Hjalti Pálsson, deildarstjóri þróunardeildar Isavia
 • Gerður Pétursdóttir, fræðslustjóri Isavia 

Tengiliður samráðshóps:

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)

SFS_logo_CMYK-copy_rgb_600_600Samstarfssamningur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og HR snýst um að efla rannsóknir og nýsköpun í sjávarútvegi með það að markmiði að auka sjálfbærni, nýtingu afurða og atvinnusköpun í greininni. 

Samráðshópur SFS og HR: 

 • Páll Melsted Ríkharðsson, prófessor við viðskiptadeild HR
 • Páll Jensson, prófessor við verkfræðideild HR
 • Hrefna Karlsdóttir, sérfræðingur hjá SFS
 • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS

Tengiliður samráðshóps:

Marel

Merki MarelMarel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki í fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað. Markmið samningsins er að efla rannsóknir og þróun á sviðum framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað, auk þess sem áhersla er lögð á þætti sem snúa að mannauðsstjórnun og stöðugum umbótum.  

Tengiliður samráðshóps:


Var efnið hjálplegt? Nei