Styrkt rannsóknarverkefni

Meistaraverkefni í samstarfi við atvinnulífið

Verkefni fyrir skólaárið 2017-2018

Í samstarfi við aðila atvinnulífsins kallar HR nú eftir umsóknum um styrkt meistaraverkefni sem unnin verða skólaárið 2017-2018. 

Íbúðalánasjóður styrkir háskólanema til rannsókna á húsnæðismálum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til rannsókna á sviði húsnæðismála á Íslandi sem Íbúðalánasjóður hyggst úthluta vegna ársins 2017. Styrkirnir standa til boða öllum þeim sem stunda rannsóknir á meistarastigi eða hærra menntunarstigi, án tillits til fræðasviða.

Heildar fjárhæð styrkja á árinu 2017 er allt að 15 milljónir króna.

Verulegur vandi hefur skapast á húsnæðismarkaðnum hér á landi síðustu misseri og eitt af því sem talið er geta komið í veg fyrir að svipað neyðarástand skapist að nýju er efling rannsókna tengdum húsnæðismálum. Íbúðalánasjóður vill því hvetja alla sem áhuga hafa á húsnæðismálum og hafa gert rannsóknir því tengt á árinu 2017 eða hafa hug á því að gera rannsóknir tengdar húsnæðismálum á árinu 2018 að sækja um á netfangið styrkur@ils.is fyrir 28. febrúar 2018.

Töluverðum upphæðum verður varið til verkefnisins. Veittir verða allt að 15 styrkir á ári og er miðað við að styrkir séu að jafnaði ekki hærri en 1 milljón kr. en það fer þó eftir umfangi verkefna.

Með veitingu styrkjanna er vonast til að fjölga verkefnum og rannsóknum á sviði húsnæðismála sem geta eflt íslenskan húsnæðismarkað og stuðlað að auknu jafnvægi í húsnæðismálum hér á landi. Hægt er að nálgast reglur um styrkveitingu og umsókn um styrk á vef Íbúðalánasjóðs.  

Umsóknarfrestur: 28.02.2018
Fyrirtæki: Íbúðalánasjóður
Vefsíða: www.ils.is  
Tengiliður: Sigrún Ásta Magnúsdóttir
Netfang: sigruna@ils.isLeiðbeinendur við allar deilda skólans geta sent inn umsóknir um verkefni. Upplýsingar um samstarf við hvern aðila, þ.m.t. viðeigandi umsóknargögn, eru aðgengilegar hér fyrir neðan.

Dagskrá kynningarfunda 28. -31. mars:

 • Isavia - 28. mars kl 12:00 í stofu M104

 • Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - 28. mars kl. 12:30 í stofu M104

 • Icelandair Group - 29. mars. kl. 12:00 í stofu M209

 • Eimskip - 30. mars. kl. 12:00 í stofu M209

 • LS Retail - 7. apríl kl. 12:00 í stofu M104

Umsóknir með öllum umbeðnum gögnum skal senda með tölvupósti á atvinnulif@ru.is. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2017. Samráðshópar á vegum HR og samstarfsaðila fara yfir umsóknir og verður tilkynnt um niðurstöður úthlutana eigi síðar en 10. maí 2017.

Nánari upplýsingar veitir Margrét H. Þóroddsdóttir, verkefnafulltrúi atvinnulífstengsla: margretth@ru.is

Hverjir sækja um?

Við háskólann eru reknir rannsóknasjóðir sem styrktir eru af samstarfsaðilum HR. Á hverju vori er auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðunum til að vinna að rannsóknum á fagsviðum hvers fyrirtækis fyrir sig. Tekið er á móti umsóknum úr öllum deildum háskólans. Rannsóknirnar eru fyrst og fremst á meistarastigi en styrkir hafa einnig verið veittir til doktorsverkefna. Eingöngu leiðbeinendur við HR geta sótt um styrkina; nemendur sem eru áhugasamir um að sækja um styrk gera það í samstarfi við leiðbeinanda sinn.

Háskólinn í Reykjavík leggur kapp á að styðja við þróun og hagvöxt með áherslu á nýsköpun í samstarfi við fyrirtæki, opinberar stofnanir og aðra hagsmunaaðila. Í sameiningu sköpum við nýjar hugmyndir, fyrirtæki, þjónustu og vörur og eflum atvinnulífið.

Kostun meistaraverkefna

Samstarfsaðilar 

Icelandair Group

IcelandairGroupIcelandair Group og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samning um samstarf á sviði frumkvöðla- og nýsköpunarstarfs, rannsókna og menntunar tengt flugsamgöngum og ferðaþjónustu.

Samráðshópur Icelandair Group og HR:

 • Páll Melsted Ríkharðsson, deildarforseti viðskiptadeildar HR
 • Guðrún Sævarsdóttir, deildarforseti tækni- og viðskiptadeildar HR
 • Magnús Þ. Lúðvíksson, sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá Icelandair.
 • Bragi Baldursson, yfirmaður hönnunar hjá Icelandair

Tengiliður samráðshóps:

Margrét H. Þóroddsdóttir, verkefnafulltrúi, margretth@ru.is

Isavia

Isavia logoIsavia og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samning um rannsóknir á sviði flugsamgangna, einkum flugleiðsögu og flugvallarreksturs.

Samráðshópur Isavia og HR:

 • Guðrún Sævarsdóttir, deildarforseti tækni- og verkfræðideildar HR
 • Hjalti Pálsson, deildarstjóri þróunardeildar Isavia
 • Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Isavia

Tengiliður samráðshóps:

Margrét H. Þóroddsdóttir, verkefnafulltrúi, margretth@ru.is

LS Retail

LS-RetailLS Retail og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samning um eflingu rannsókna og menntunar á sviði upplýsingatækni og viðskipta. 

Samráðshópur LS Retail og HR:

 • Stefan Wendt, lektor við viðskiptadeild
 • Henning Arnór Úlfarsson, lektor við tölvunarfræðideild
 • Daði Kárason, CTO LS Retail
 • Bergþóra Hrund Ólafsdóttir, mannauðsstjóri LS Retail

Tengiliður samráðshóps:

Margrét H. Þóroddsdóttir, verkefnafulltrúi, margretth@ru.is

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)

SFS_logo_CMYK-copy_rgb_600_600Samstarfssamningur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og HR snýst um að efla rannsóknir og nýsköpun í sjávarútvegi með það að markmiði að auka sjálfbærni, nýtingu afurða og atvinnusköpun í greininni. 

Samráðshópur SFS og HR: 

 • Páll Melsted Ríkharðsson, deildarforseti viðskiptadeildar HR
 • Páll Jensson, prófessor við tækni- og verkfræðideild HR
 • Brynjólfur Eyjólfsson, markaðsstjóri HB Granda
 • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS

Tengiliður samráðshóps:

Margrét H. Þóroddsdóttir, verkefnafulltrúi, margretth@ru.is

Eimskip

Merki EimskipsHáskólinn í Reykjavík og Eimskip gera með sér samkomulag um samstarf á sviði frumkvöðla- og nýsköpunarstarfs, rannsókna og menntunar tengt sjó- og landflutningalausnum.

Samráðshópur Eimskips og HR:

 • Páll Melsted Ríkharðsson, deildarforseti viðskiptadeildar HR
 • Hera Grímsdóttir, aðjúnkt og sviðsstjóri byggingasviðs við tækni-og verkfræðideild HR
 • Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips
 • Elín Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Eimskips

Tengiliður samráðshóps:

Margrét H. Þóroddsdóttir, verkefnafulltrúi, margretth@ru.isVar efnið hjálplegt? Nei