Spurt og svarað um fjaraðganginn - EZproxy

Ég næ ekki sambandi við gagnasöfnin heima / í vinnunni - hvað er að?

 

Villuboð (Error Messages) - hvað þýða þau?

 

Er fjaraðgangur að öllum gagnasöfnum og tímaritum í áskrift BUHR?

Af hverju virkar sumt en ekki allt í gagnasöfnunum þegar ég nota fjaraðganginn?

Af hverju kemst ég inn í sum rafræn tímarit án þess að skrá mig inn (log-in) í þau?

Hvernig virka EZproxy og Zotero saman?

 Hvað er EZproxy? - sjá svör á Wikipedia

 


 

Ég næ ekki sambandi við gagnasöfnin heima / í vinnunni
Sennilega tengist  ástæðan vafranum þínum eða stillingum í honum - lestu áfram!

 Uppsetningar og stillingar
Uppsetningar í vafra s.s. eldveggir, vírusvarnir eða proxy uppsetningar í vinnunni þinni / hjá netþjónustunni og stillingar í vafranum geta hindrað fjaraðganginn. Vandamálið getur verið:

 • Eldveggur (Firewall). Fáir þú villuboðin "this page cannot be displayed," er líklegt að vandamálið sé tengt eldvegg:
  • Port 2048 gæti verið lokað í vinnunni þinni / hjá netþjónustunni þinni. Hafðu samband við hjálparborð til þess að athuga hvort svo sé og hvort hægt sé að opna það
  • Notir þú þinn eigin eldvegg eða vírusvarnir t.d. frá Norton, verður þú að hleypa hrproxy.hir.is (IP-tölunni 130.208.243.23) í gegn eða bæta hrproxy.hir.is við sem "safe site"
 • Popup blocker: Leyfðu "pop-up" þegar þú ert að vinna í gagnasöfnunum í fjaraðgangi
 • Smákökur (Cookies). EZproxy-þjónn BUHR og sum gagnasöfn senda "smákökur" þegar þú tengist þeim svo þau geti sannreynt hvort þú sért notandi með leyfi. Ef vafrinn þinn sendir villuboð varðandi smákökur verður þú að breyta smákökustillingunum í vafranum þínum og leyfa þær (enable). Flestir vafrar leyfa EZproxy smákökur vandræðalaust. Hér eru mjög góðar leiðbeiningar frá Australian Catholic University um smákökur
 • JavaScript: Flestir vafrar leyfa EZproxy JavaScript. Ef þú hefur lokað (disable) á JavaScript í vafranum þínum þarftu að leyfa hana (enable) til þess að geta notað gagnasöfn BUHR í fjaraðganginum.

  JavaScript hjá þér er virkt

 • Byrjað út frá Favorite / Bookmark? Hófstu leit í gagnasafni eða tímariti frá vefsíðu sem þú hefur sett í favorite / bookmark? Byrjaðu aftur frá gagnasafnasíðu bókasafnsins www.ru.is/gagnasofn og veldu Fjaraðgangur úr flýtivali hægra megin
 • Ef ekkert af þessu gengur getur þú - til þess að einangra vandamálið prófað annan vafra. Hafir þú notað Internet Explorer, skiptu þá yfir í Firefox. Þetta hjálpar til þess að sjá hvort um er að ræða vandamál varðandi tengingar eða vafrann, eða eitthvað annað s.s. eldveggi, vírusvarnir eða netþjónustur. Fáir þú enn villuboð skaltu hafa samband við bokasafn@ru.is

  

Efst á síðu

 

Villuboð (Error Messages)
Þetta eru algengustu villuboð sem koma fyrir í fjaraðganginum:

 • Page not found, Cannot find server or DNS eða vafrinn bíður og bíður.
  • Líklegast liggur netþjónustan niðri eða það er mikið álag á henni. Reyndu aftur seinna
  • Internet Explorer notandi - ef þú færð "Page Not Found" villuboð eftir að hafa skráð þig inn, smelltu á "Back" og reyndu aftur
  • Ef það gengur ekki - prófaðu eitthvað af þessu hér að ofan
 • EZproxy Hostname error message. Þú færð "hostname error page" þegar þú reynir að fara inn í gagnasafn sem ekki hefur verið sett upp gagnvart EZproxy-þjóninum. Ef það gerist  - afritaðu síðuna eða taktu skjámynd af henni og sendu villuboðin á bokasafn@ru.is
 • MaxVirtualHosts error. Sendu villuboðin á bokasafn@ru.is svo við getum leyst vandann

 

Er fjaraðgangur að öllum gagnasöfnum og tímaritum í áskrift BUHR?
Nei - en lang flestum. Sum gagnasöfn og tímarit leyfa ekki að EZproxy-þjónnin sé notaður til þess að fara inn í safnið / tímaritið utan staðarnets.

 

Sumt virkar og annað ekki í fjaraðganginum
Gagnasöfnin nota hvert sinn hugbúnað. Ef hlutir virka ekki sem skyldi í gagnasafni getur verið að:

 • laga þurfi skilgreiningar EZproxy-þjónsins gagnavart gagnasafninu 
 • vandamálið liggi hjá gagnasafninu, því að tæknin getur líka svikið þeirra megin. Þessi vandmál eru lang oftast leyst um leið og gagnasafnið fær að vita um þau
 • sumt efni, sumir eiginleikar eða þjónustur í gagnasöfnum eru ekki hluti af áskrift BUHR. Í slíkum tilfellum getur þú fengið villuboð eða verið beðin um að skrá þig inn í gagnasafnið - en það getur líka verið að tenglar í gagnasafninu séu einfaldlega ekki virkir þá stundnina eða áframhaldandi þjónusta ekki í boði þeim sem nota EZproxy-þjónn

Sumt virkar og annað ekki í fjaraðganginum
Svara að vænta innan skamms

  

Af hverju kemst ég inn í sum rafræn tímarit án þess að skrá mig inn (log-in) í þau?
Sum altexta tímarit eru í opnum aðgangi á netinu, annað hvort tímabundið eða alltaf.

EZproxy og Zotero vinna EKKI saman.
Aldrei setja vefslóð heimildar sem fundin er í fjaraðgangi inn í Zotero. Smellið á X í pop-up slánni sem birtist efst í vafranum, sbr. mynd hér að neðan.

 

Efst á síðu


Var efnið hjálplegt? Nei