Upplýsingar um aðgengi að þjónustu bókasafnsins vegna COVID 19

Vegna landlægs samkomubanns er HR uppálagt að loka byggingunni fyrir nemendum.
Á meðan staðan er þannig er bókasafnið lokað og ekki er hægt að fá prentbækur lánaðar.

Allar upplýsingar um aðgengi að rafrænu bókasafni (gagnasöfn og bækur) má finna á www.ru.is/bokasafn

Nemendur þurfa í sumum tilvikum að nota fjaraðgang til að komast inn á gagnasöfn. 

Millisafnalán á prentuðu efni liggja niðri sem stendur vegna þess að bókasöfn víða um heim hafa lokað vegna COVID19. Lánþegar geta enn óskað eftir greinum og bókaköflum.

Nemendum er uppálagt að kaupa sér bækur sem kenndar eru í námskeiðum við HR en hægt er að kaupa bækur á boksala.is og Amazon.

Þetta eru fordæmalausar aðstæður og því miður það eina í stöðunni sem stendur: að loka bókasafninu.

Smellið hér til að ná sambandi beint við ákveðið starfsfólk bókasafnsins.

Vinsamlegast notið bokasafn@ru.is til að hafa samband við Bókasafn Háskólans í Reykjavík. Síma- og spjallþjónusta er lokuð á meðan á COVID 19 lokun stendur.


Var efnið hjálplegt? Nei