Bókaðu aðstoð hjá upplýsingafræðingi
Nemendur geta sótt sér fræðslu í notkun gagnasafna og heimildaskráningu til að efla akademíska færni sína.
Nemendur geta bókað einstaklings- eða hópviðtal til að kennslu í heimildaleit og -skráningu.
Best er að mæta tilbúin/n með spurningar svo ekkert gleymist.
Vinsamlegast notið bókunarformið hér að neðan til að bóka tíma.
Fyrir nemendur
Vinsamlegast notið RU-netfangið til að bóka tíma. Einnig er hægt er að sækja Noona appið til að bóka tíma og halda utan um tímabókanir. Undanfarið fara þessir tímar fram á Teams nema um annað sé samið.
ATHUGIÐ - ekki er hægt að bóka tíma samdægurs með forminu. Til þess að komast að samdægurs þarf að senda tölvupóst á viðkomandi upplýsingafræðing og athuga hvort það sé eitthvað laust.

Irma Hrönn Martinsdóttir
Upplýsingafræðingur
Viðskiptadeild | Sálfræðideild | Háskólagrunnur

Kristína Benedikz
Upplýsingafræðingur
Lagadeild

Ragna Björk Kristjánsdóttir
Upplýsingafræðingur
Iðn- og tæknifræðideild | Íþróttafræðideild | Verkfræðideild | Tölvunarfræðideild
Fyrir kennara
Bókasafn HR býður fjölbreytta fræðslu í notkun gagnasafna og meðferð heimilda. Fræðslan miðar að því að nemendur og kennarar tileinki sér hagnýta færni við öflun og meðferð heimilda og efli þannig akademíska færni sína. Í því skyni er sérstök áhersla lögð á samstarf við kennara og að tengja fræðslu bókasafnsins við verkefnavinnu nemenda. Kennarar sem vilja auka við sína færni geta einnig óskað eftir fræðslu fyrir sig.
Helstu fræðsluleiðir
* Almennar kynningar fyrir nýnema HR.
* Nemendur á fyrsta ári. Fræðsla með áherslu á einstök fræðasvið í samráði við deildir.
* Upprifjun í tengslum við lokaverkefni í samráði við deildir.
* Fræðsla í námskeiðum sérsniðin að þörfum viðkomandi námskeiðs samkvæmt óskum kennara.
* Kennsla í notkun heimildaskráningarforritsins Zotero.
Vinsamlegast hringið eða sendið póst á til að bóka innkomu í kennslu.

Irma Hrönn Martinsdóttir
Upplýsingafræðingur


Ragna Björk Kristjánsdóttir
Upplýsingafræðingur
Iðn- og tæknifræðideild | Íþróttafræðideild | Verkfræðideild | Tölvunarfræðideild