Bókaðu aðstoð hjá upplýsingafræðingi

Nemendur geta sótt sér fræðslu í notkun gagnasafna og heimildaskráningu til að efla akademíska færni sína.

Nemendur geta bókað einstaklings- eða hópviðtal til að kennslu í heimildaleit og -skráningu.

Best er að mæta tilbúin/n með spurningar svo ekkert gleymist.

Vinsamlegast notið bókunarformið hér að neðan til að bóka tíma.

Fyrir nemendur

Vinsamlegast notið RU-netfangið til að bóka tíma. Bókanir úr öðrum netföngum verða ekki samþykktar.
Einnig er hægt er að sækja Noona appið til að bóka tíma og halda utan um tímabókanir.

Viðtöl sem bókuð eru frá og með 13. mars munu fara fram á Teams.

ATHUGIÐ - ekki er hægt að bóka tíma samdægurs með forminu. Til þess að komast að samdægurs þarf að senda tölvupóst á viðkomandi upplýsingafræðing og athuga hvort það sé eitthvað laust.

 


Irma Hrönn Martinsdóttir

Sérfræðingur

Heimildaleit | Heimildaskráning | APA | Zotero
Viðskiptadeild | Sálfræðideild | Frumgreinadeild

Kristína Benedikz

Upplýsingafræðingur 

Heimildaleit | Heimildaskráning | OSCOLA | Zotero
Lagadeild

Ragna Björk Kristjánsdóttir

Upplýsingafræðingur

Heimildaleit | Heimildaskráning | APA | IEEE | Zotero
Iðn- og tæknifræðideild | Íþróttafræðideild | Verkfræðideild | Tölvunarfræðideild

 

Fyrir kennara

Bókasafn HR býður fjölbreytta fræðslu í notkun gagnasafna og meðferð heimilda. Fræðslan miðar að því að nemendur og kennarar tileinki sér hagnýta færni við öflun og meðferð heimilda og efli þannig akademíska færni sína. Í því skyni er sérstök áhersla lögð á samstarf við kennara og að tengja fræðslu bókasafnsins við verkefnavinnu nemenda. Kennarar sem vilja auka við sína færni geta einnig óskað eftir fræðslu fyrir sig.

Helstu fræðsluleiðir

* Almennar kynningar fyrir nýnema HR.
* Nemendur á fyrsta ári. Fræðsla með áherslu á einstök fræðasvið í samráði við deildir.
* Upprifjun í tengslum við lokaverkefni í samráði við deildir.
* Fræðsla í námskeiðum sérsniðin að þörfum viðkomandi námskeiðs samkvæmt óskum kennara.
* Kennsla í notkun heimildaskráningarforritsins Zotero.

Vinsamlegast hringið eða sendið póst á til að bóka innkomu í kennslu.

Irma Hrönn Martinsdóttir

Sérfræðingur

Sálfræðideild | Viðskiptadeild | Frumgreinadeild

Kristína Benedikz

Upplýsingafræðingur

Lagadeild

Ragna Björk Kristjánsdóttir

Upplýsingafræðingur

Iðn- og tæknifræðideild | Íþróttafræðideild | Verkfræðideild | Tölvunarfræðideild

 


Var efnið hjálplegt? Nei