Bókaðu upplýsingafræðing

vegna heimildavinnu, kynninga eða kennslu

Bókasafn og upplýsingaþjónusta HR (BUHR) býður fjölbreytta fræðslu í notkun gagnasafna og meðferð heimilda. Fræðslan miðar að því að nemendur tileinki sér hagnýta færni við öflun og meðferð heimilda og efli þannig akademíska færni sína. Í því skyni er sérstök áhersla lögð á samstarf við kennara og að tengja fræðslu BUHR við verkefnavinnu nemenda.


Fyrir nemendur

BUHR býður einstaklingum og hópum persónulega kennslu í að finna og vinna með heimildir. 

Boðið er upp á 30 mínútna viðtal með aðstoð.

Mjög gott er að vera tilbúin/n með spurningalista áður en komið er í viðtal til að koma í veg fyrir að eitthvað gleymist. Með góðri skipulagningu fæst mest úr tímanum. Vinsamlega athugið að við lesum ekki yfir heimildaskrár.

Bókið tíma með því að senda tölvupóst.


Ragna Björk Kristjánsdóttir

Upplýsingafræðingur

Heimildaleit
Heimildaskráning
APA / IEEE / OSCOLA
Zotero

Kristína Benedikz

Upplýsingafræðingur

Heimildaleit
Heimildaskráning
OSCOLA
Zotero
Lögfræði


Fyrir kennara

Bókasafn og upplýsingaþjónusta HR (BUHR) býður fjölbreytta fræðslu í notkun gagnasafna og meðferð heimilda. Fræðslan miðar að því að nemendur tileinki sér hagnýta færni við öflun og meðferð heimilda og efli þannig akademíska færni sína.  Í því skyni er sérstök áhersla lögð á samstarf við kennara og að tengja fræðslu BUHR við verkefnavinnu nemenda.

Helstu fræðsluleiðir

 *   Almennar kynningar fyrir alla nýnema HR.
 *   Nemendur á fyrsta ári. Fræðsla með áherslu á einstök fræðasvið í samráði við deildir.
 *   Upprifjun í tengslum við lokaverkefni í samráði við deildir.
 *   Fræðsla í námskeiðum sérsniðin að þörfum viðkomandi námskeiðs samkvæmt óskum kennara.
 *   Kennsla í notkun heimildaskráningarforritsins Zotero.

Vinsamlegast hringið eða sendið póst á til að bóka innkomu í kennslu.


Ragna Björk Kristjánsdóttir

Upplýsingafræðingur

ragnabjork@ru.is

599 6235 / 698 8910

Viðskiptadeild
Tækni- og verkfræðideild
Tölvunarfræðideild

Kristína Benedikz

Upplýsingafræðingur

Lagadeild


Var efnið hjálplegt? Nei