Upplýsingalæsi

Vinnubrögð í háskólanámi gera þá kröfu til nemenda að þeir búi yfir færni til að finna, meta og nota upplýsingar og heimildir á skilvirkan og ábyrgan hátt. Samkvæmt skilgreiningu amerísku bókavarðasamtakanna frá árinu 2000 er sá sem býr yfir slíkri færni upplýsingalæs. Einnig er áhugavert að kynna sér Pragyfirlýsinguna frá 2003 um eflingu upplýsingalæsis í samfélaginu og Alexandríuyfirlýsinguna frá 2005 um upplýsingalæsi og símenntun.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið vísar til upplýsingalæsis í viðmiðum sínum um æðri menntun og prófgráður frá 16. maí 2011 en þar kemur m.a. fram að nemendur sem ljúka bakkalárprófi frá háskóla viðurkenndum af ráðuneytinu samkvæmt lögum um háskóla nr. 63/2006 skuli búa yfir eftirfarandi þekkingu og hæfni:

  • þekki undirstöðuatriði leitar- og upplýsingatækni
  • greini hvenær þörf er á upplýsingum og hafi færni til að finna þær, meta áreiðanleika þeirra og nýta á viðeigandi hátt
  • geti nýtt sér viðurkennd gagnasöfn og upplýsingalindir á viðkomandi fræðasviði 

 Einstaklingur sem býr yfir slíkri hæfni er upplýsingalæs og fræðsla bókasafnsins stuðlar að því.

 

 

 


Var efnið hjálplegt? Nei