Gjafastefna

Bókasafnið tekur við öllum gjöfum sem styrkja safnkostinn  og samræmast áætlun um uppbyggingu hans. 

Almennt áskilur bókasafnið sér rétt til að fara með gjafarit sem sína eign og ráðstafa þeim að vild, t.d. gefa öðrum eða henda ritum sem safnið telur sér ekki hag í að eiga. Óski gefandi eftir því afhendir safnið honum aftur rit sem það telur sér ekki hag í að eiga.

Sömu reglur gilda um gjafarit og annað efni hvað varðar grisjun, m.a. með tilliti til ástands og aldurs. Gjafaritum er raðað inní safnkost  samkvæmt flokkunarkerfi Deweys eins og öðrum ritum í safnkosti.

Forstöðumaður BUHR fer yfir allar gjafir og metur hverju er bætt við safnkost bókasafnsins.

Mat: Við mat á ritagjöfum á hvaða formi sem er ber einkum að hafa eftirfarandi  í huga:

1.       Styrkir gjöfin safnkost bókasafnsins með tilliti til fræðastarfs og rannsókna við HR?

2.       Samræmist gjöfin aðfangastefnu bókasafnsins?

3.       Hvaða kostnaður hlýst af því að taka við gjöfinni  og  gera hana sýnilega/aðgengilega ?

4.       Hvert er ástand gjafarinnar. Eru bækurnar slitnar eða skítugar? Er um eldri útgáfur að ræða?Var efnið hjálplegt? Nei