Bækur og einstök rit

Eftirfarandi upplýsingar verða að koma fram í heimildaskrá, í þessari röð (athugið líka að greinarmerki og tákn eiga að vera með sama hætti og sýnt er hér að neðan).

Höfundur. (Útgáfuár). Titill (útgáfa ef önnur en fyrsta). Útgáfustaður: Útgáfufyrirtæki.

3-5 höfundar. Teljið þá alla upp í fyrsta sinn sem vitnað er til heimildarinnar - og eins ef aðeins er vitnað til hennar einu sinni. Síðan er nóg að geta fyrsta höfundar og nota styttinguna o.fl. Í heimildaskrá eru allir höfundar taldir upp hvort sem um er að ræða 3, 4 eða 5 höfunda.

6 eða fleiri höfundar. Í fyrstu tilvísun og seinni þarf einungis að skrá fyrsta höfund heimildarinnar ásamt styttingunni o.fl. eða et al. ef skrifað er á ensku.Ef höfundar eru 6 eða 7 þarf að telja þá alla upp í heimildaskrá. Ef höfundar eru fleiri en 8 þá eru fyrstu 6 höfundar taldir upp í heimildaskrá, síðan settir þrír punktar ... og þá síðasti höfundur heimildar.

Ef tvær eða fleiri heimildir eru eftir sama höfund og útgefnar sama ár þá eru heimildir aðgreindar með bókstöfum, t.d. Wilson, A. (2010a) og Wilson, A. (2010b)

Erlendir höfundar eru skráðir á eftirnafn t.d.Jackson, W., en íslenskir höfundar með fullu nafni t.d. Jón Guðmundsson. Athugið að í tilvísunum í texta er aðeins skráð eftirnafn erlendra höfunda, en fullt nafn íslenskra höfunda. Sjá dæmi hér fyrir neðan:

Nokkur dæmi

Bók með tveimur höfundum:
Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson. (2007). Gagnfræðakver
          handa háskólanemum
(4. útg.). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

  • í tilvísun þá (Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson, 2007).

Bók þar sem ekki er getið um höfund:
Áhrifaríkar kynningar. (1994). Reykjavík: Framtíðarsýn.

  • í tilvísun þá (Áhrifaríkar kynningar, 1994).

Ritstýrð bók:
Hamer, P.M. (ritstj.). (1961). A guide to archives and manuscripts in
           the United States
. New Haven: Yale University Press.

  • í tilvísun þá (Hamer, 1961).

Grein eða kafli í ritstýrðri bók:
Friðrik H. Jónsson. (1993). Hvað eru viðhorf? Í Hörður Þorgilsson og
          Jakob Smári (ritstj.), Sálfræðihandbókin (bls. 321-329).
          Reykjavík: Mál og menning.

  • í tilvísun þá (Friðrik H. Jónsson, 1993).

Þýdd bók:
Mises, L. von. (1991). Hugleiðingar um hagmál (Jónmundur
           Guðmarsson þýddi). Reykjavík: Stofnun Jóns Þorlákssonar.
           (Upphaflega gefið út 1979).

  • í tilvísun þá (Mises, 1991).

Síðast uppfært 5. des. 2012

Var efnið hjálplegt? Nei