Tímarit og dagblöð

Eftirfarandi upplýsingar verða að koma fram í heimildaskrá, í þessari röð (athugið líka að greinarmerki og tákn eiga að vera með sama hætti og sýnt er hér að neðan).

Grein úr fræðilegu tímariti: Höfundur. (Útgáfuár). Heiti greinar: Undirtitill. Heiti tímarits: Undirtitill, árgangsnúmer(númer tölublaðs), blaðsíðutal sem greinin spannar.

Grein úr almennu tímariti: Höfundur. (Útgáfuár). Heiti greinar: Undirtitill. Heiti tímarits Undirtitill, árgangsnúmer(númer tölublaðs), blaðsíðutal sem greinin spannar.

Grein úr dagblaði: Höfundur. (Útgáfuár, dagur og mánuður). Heiti greinar: Undirtitill. Heiti dagblaðs, blaðsíðutal.

Athugið: Þegar um heimild úr dagblaði er að ræða má tilgreina eðli greinarinnar í hornklofa á eftir heiti hennar s.s. [frétt], [viðtal] o.s.frv. Einnig er skammstöfuninni bls. skotið inn á undan blaðsíðutali þegar verið er að skrá efni úr dagblöðum og tímaritum almenns eðlis.

Nokkur dæmi

Tímarit með árgangsnúmeri (volume)
Anna Valdimarsdóttir. (1990). Hamingjan frá sjónarhóli sálarfræðinnar.
           Sálfræðiritið
: Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 1, 61-73.

  • í tilvísun þá (Anna Valdimarsdóttir, 1990).

Tímarit með árgangs- og tölublaðsnúmeri (volume og issue)
Jones, D. A. (1999). Lack of communication: Analysis II. Library
          Journal, 124
(16), 68.

  • í tilvísun þá (Jones, 1999).

Tímarit og dagblað þar sem ekki er getið höfundar
Voru hundar Pavlovs svangir? (2001, september). Hundalíf, bls. 26.

  • í tilvísun þá ("Voru hundar", 2001).

Tímarit þar sem hvorki árgangs- né tölublaðsnúmer er að finna
Hjördís Smith. (1992, júlí). Matur. Heimsmynd, bls. 44-46.

  • í tilvísun þá (Hjördís Smith, 1992).

Athugið: Útgáfumánuður og dagur koma aðeins í svigann með útgáfuári í heimildaskrá, ef ekki er getið um bindis- og eintaksnúmer í heimild, t.d. þegar heimildin er dagblað eða tímarit almenns eðlis.

Síðast uppfært 6. des. 2012


Var efnið hjálplegt? Nei