Frumheimildir - íslensk lögskýringargögn í Zotero

Úr „Íslensku aðlöguninni ... „

Komi allar sömu upplýsingar og ella myndu vera í neðanmálsgrein fram í meginmáli ritgerðar er óþarfi að vísa einnig til dómsins í neðanmálsgrein.“

og ...

Vísa skal til laga, reglugerða og annarra stjórnvaldsfyrirmæla eftir heiti þeirra og stjórnartíðindanúmeri. Meginreglan er að full tilvísun kemur fram í meginmáli ritgerðar og er þá óþarfi að vísa einnig til laga, reglugerða og stjórnvaldsfyrirmæla í neðanmálsgrein:“

Efni Alþingistíðinda, (frumvörp, önnur þingskjöl í A-deild og umræður í B-deild) er vandmeðfarnara og líkjast tilvísanir í það meira tilvísunum í afleiddar heimildir.

Athugið að dæmin hér að neðan eru ÝKT og til þess gerð að sýna hvað Zotero og OSCOLA geta gert saman. Vefslóðir koma ekki fram þótt þær séu með inni í Zotero.

1. Í Zotero þarf að velja rétt Item Type og skrá þarf allar upplýsingarnar í eitt svið skv. OSCOLA:

a. Item Type fyrir lög og reglugerðir = Statute

b. Titilsvið fyrir lög og reglugerðir = Name of Act

e. Item Type fyrir dóma, álit og úrskurði = Case

d. Titilsvið fyrir dóma, álit og úrskurði = Case Name

e. Item Type fyrir þingskjöl (A) og umræður (B) Alþingistíðinda = Bill / Reikningur

f. Titilsvið fyrir þingskjöl (A) og umræður (B) Alþingistíðinda = Title


2. Þegar vitnað er til ákveðins staðar í frumheimildunum er „pinpoint“ EKKI sett í reitinn fyrir blaðsíðutal heldur í Suffix: og sett komma og bil [, ] áður en „pinpoint“ er skráð. Zotero sér um að setja . í lok tilvísunar – sjá dæmi:

a. Lög og reglugerðir 

b. Dómar, álit og úrskurðir

c. Þingskjöl (A) og umræður (B) í Alþingistíðindum
Var efnið hjálplegt? Nei